Eric Di Meco telur að Kylian Mbappe ætti að sitja á varamannabeknum allt næsta tímabil ef hann neitar nýjum samningi frá PSG.
Stjórsjarnan Mbappe hefur gert það gott með PSG frá því að hann kom til liðsins frá Monaco. Framtíð hans er þó óljós hjá félaginu en samningur hans rennur út í júní 2022. Framherjinn hefur verið orðaður við Real Madrid.
Di Meco, fyrrum landsliðsmaður Frakka telur að PSG þurfi að fara í hart við Mbappe ef hann skrifar ekki undir nýjan samning.
„Ef hann vill ekki fara ætti hann að vera á bekknum allt árið. París getur alveg gert þetta og ef þeir gera það sýna þeir mönnum sem koma til liðsins að þeir stjórni ekki,“ sagði Di Meco við RMC sport.