Jose Mourinho segist vera miklu betri þjálfari núna en þegar hann var hjá Inter Milan og vann þrennuna. Portúgalinn var loksins formlega tilkynntur sem nýr stjóri Roma á föstudag eftir að samningur Paulo Fonseca rann út 30. júní.
Mourinho var rekinn frá Tottenham í apríl á þessu ári þar sem gengið var undir væntingum.
Þetta er í annað skipti sem Mourinho þjálfar ítalskt lið en hann var hjá Inter tvö tímabil og vann þrennuna frægu árið 2010. Hann segist nú hafa miklu meiri reynslu og sé betri þjálfari.
„Ég er miklu betri þjálfari núna. Mér er alvara – þar sem ég held að þetta sé starf þar sem reynslan skiptir öllu máli,“ sagði Mourinho við vefsíðu Roma.
„Ég hef mikla reynslu af því að fara með lið í úrslit. Með alla þessa reynslu þá er ég nú miklu undirbúnari en ég var,“ sagði Mourinho við vefsíðu Roma.