Myndband er í dreifingu á samfélagsmiðlum þar sem Ousmane Dembele sést gera grín af asískum tæknimönnum.
Talið er að mennirnir hafi verið að reyna að leysa tæknilegt vandamál á hótelbergi en í myndbandinu sjást þrír menn og einn er í bol sem stendur á starfsmaður.
Dembele var með Griezmann á herberginu og fer að gera grín að útliti þeirra, tungumáli og tæknilegum framförum í landinu. Hann segir við Griezmann:
„Öll þessi ljótu andlit svo þú getir spilað PES, skammastu þín ekki?“
Dembele bætti svo við: „Hvers konar afturábak tungumál er þetta?
Talið er að Dembele sjálfur hafi tekið upp myndbandið. Griezmann sést segja eitthvað í byrjun sem skilst ekki en sést svo hlæja.
Talið er að myndbandið sé gamalt og ekki tekið upp á EM í sumar. Það er vegna þess að hárgreiðsla Griezmann er gömul. Miðlar í Hollandi telja að myndbandið sé frá undirbúningstímabili Barcelona árið 2019.