Enska landsliðið leikur í átta liða úrslitum Evrópumótsins á morgun þegar liðið mætir Úkraínu, talið er að Gareth Southgate geri nokkrar breytingar á byrjunarliði sínu.
Ensk blöð telja að breyting verði á miðsvæði liðsins og að Masoun Mount og Jordan Henderson komi þar inn fyrir Kalvin Phillips og Declan Rice.
Rice og Phillips hafa verið frábærir í mótinu en eru báðir á gulu spjaldi. Fái þeir áminningu gegn Úkraínu verða þeir í banni í undanúrslitum, komist England þangað.
Einnig er búist við því að Jack Grealish og Phil Foden fái tækifæri í byrjunarliðinu en báðir voru á bekknum í síðasta leik.
Líklegt byrjunarlið er hér að neðan.