fbpx
Sunnudagur 09.nóvember 2025
433Sport

Hörð barátta um Guðjohnsen – Endar hann í Fossvogi eða í Kaplakrika?

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 2. júlí 2021 13:39

Arnór, Arnór og Eiður.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arnór Borg Guðjohnsen framherji Fylkis í efstu deild karla er eftirsóttur biti þessa dagana. Fram kom í hlaðvarpsþættinum Dr. Football í dag að tvö félög væru að reyna að semja við hann.

Arnór gekk í raðir Fylkis fyrir um ári síðan en þá snéri hann heim úr atvinnumennsku og samdi við Fylki. Arnór fagnar 21 árs afmæli sínu síðar á þessu ári.

Í skýrslu Kristjáns Óla Sigurðssonar í Dr. Football kom fram að bæði Víkingur og FH væru að reyna að klófesta þennan öfluga sóknarmann.

Samningur Arnórs við Fylki er á enda í haust og því geta öll félög samið við hann, einnig er sá möguleiki fyrir hendi að félögin kaupi Arnór af Fylki á næstu dögum.

Arnór ólst upp í Breiðablik áður en hann hélt til Swansea þar sem hann var í þrjú ár. Hann á ekki langt að sækja hæfileikana en faðir hans er Arnór Guðjohnsen og bróðir hans er Eiður Smári Guðjohnsen.

Knattspyrnugenin í ættinni eru merkileg en synir Eiðs Smára eru þrír, Andri Lucas og Daníel Tristan Guðjohnsen leika með yngri liðum Real Madrid og Sveinn Aron Guðjohnsen er á mála hjá Spezia á Ítalíu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Sekur í sex af tólf ákæruliðum um niðrandi ummæli á netinu – Verður dæmdur í desember

Sekur í sex af tólf ákæruliðum um niðrandi ummæli á netinu – Verður dæmdur í desember
433Sport
Í gær

Er þessi íslenska hefð að aftra okkur? – „Ef það hefði verið sagt við okkur fyrir einhverjum árum hefði fólki fundist það hljóma furðulega“

Er þessi íslenska hefð að aftra okkur? – „Ef það hefði verið sagt við okkur fyrir einhverjum árum hefði fólki fundist það hljóma furðulega“
433Sport
Í gær

Leikmaður Arsenal ekki að spila nóg til að komast í landsliðið

Leikmaður Arsenal ekki að spila nóg til að komast í landsliðið
433Sport
Í gær

Mynd: Hátt settur maður í bobba – „Hvað viltu fá fyrir að sofa hjá?“

Mynd: Hátt settur maður í bobba – „Hvað viltu fá fyrir að sofa hjá?“
433Sport
Í gær

Emi Martinez sviptur hlutverki sínu

Emi Martinez sviptur hlutverki sínu
433Sport
Í gær

Valur fær styrktarþjálfara frá Fram – Hefur starfað fyrir stór félög

Valur fær styrktarþjálfara frá Fram – Hefur starfað fyrir stór félög