Ítalía og Belgía mættust í 8-liða úrslitum á Evrópumótinu í knattspyrnu. Þar vann Ítalía 1-2 sigur.
Leikurinn var mjög skemmtilegur og mikið um færi hjá báðum liðum. Barella braut ísinn eftir rúmlega hálftíma leik og Insigne tvöfaldaði forystuna rétt fyrir lok fyrri hálfleiks. Belgar fengu víti í uppbótartíma fyrri hálfleiks og Romelu Lukaku skoraði örugglega úr spyrnunni.
Seinni hálfleikur var einnig opinn og bæði lið ógnuðu fram á við. Belgar sóttu meira en Ítalir vörðust vel. Hvorugt liðið náði að koma boltanum í netið í seinni hálfleik og 1-2 sigur Ítala því niðurstaðan.
Þá er ljóst að Ítalir mæta Spánverjum í undanúrslitum.
Belgía 1 – 2 Ítalía
0-1 Barella (´31)
0-2 Insigne (´44)
1-2 Lukaku (45+2)