fbpx
Laugardagur 20.september 2025
433Sport

Þetta verður Rafa að gera til að ná árangri hjá Everton

Helga Jónsdóttir
Fimmtudaginn 1. júlí 2021 21:50

Rafa Benitez

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rafael Benitez var staðfestur sem stjóri Everton í vikunni og eru stuðningsmenn félagsins vægast sagt ósáttir. Benitez þjálfaði Liverpool í langan tíma og vann meðal annars Meistaradeildina árið 2005 hjá félaginu og var í miklum metum hjá stuðningsmönnum. Sportsmail tók saman lista yfir hvað Benitez þarf að gera til að ná árangri hjá Everton.

Halda stjörnuleikmönnunum
Carlo Ancelotti er stórt nafn og náði til dæmis að lokka James Rodriguez til félagsins. Nú er hætta á því að hann vilji fara ásamt Richarlison en þeir eru ósáttir hjá félaginu. Þá er Ancelotti sagður vilja fá Dominic Calvert-Lewin til Real Madrid. Benitez verður að halda stjörnunum ef hann ætlar að vinna stuðningsmennina á sitt band og ná árangri.

Reyna að ná aðdáendum á sitt band
Þetta verður ekki auðvelt fyrir kallinn. Benitez hefur sterk tengsl við Liverpool og eru stuðningsmenn Everton ósáttir við það. Auðveldasta leiðin til þess að fá aðdáendur á sitt band er líklega að vinna leiki, þá verða þeir fljótir að gleyma.

Bæta leikstílinn
Everton hefur spilað leiðinlegan bolta síðustu ár og hafa stuðningsmenn verið ósáttir við varnarsinnaðan bolta. Benitez er nú ekki þekktur fyrir að spila bullandi sóknarbolta en það er von fyrir hann ef hann gerir það.

Eyða peningum skynsamlega
Þetta hljómar auðvelt en fyrri stjórum hefur ekki tekist þetta vel. Liðið er nú blanda af leikmönnum frá mörgum stjórum og þarf Benitez að taka til í hópnum. Það mun taka tíma fyrir hann að búa til sitt lið og þarf hann að vera í góðum samskiptum við stjórnarmenn Everton varðandi leikmannakaup.

Hann verður að ná Evrópusæti
Þetta er það sem stuðningsmenn Everton vilja og Benitez verður að skila Evrópusæti. Draumurinn er að ná í Meistaradeildina og ef hann næði því markmiði færu stuðningsmenn líklega fljótt á Benitez-vagninn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Hér er mesta spennan fyrir lokaumferðina

Hér er mesta spennan fyrir lokaumferðina
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Allt á suðupunkti á Sauðárkróki í kvöld – Segir níu aðila úr gæslu hafa þurft að fylgja Sveini af vettvangi

Allt á suðupunkti á Sauðárkróki í kvöld – Segir níu aðila úr gæslu hafa þurft að fylgja Sveini af vettvangi
433Sport
Í gær

Guðjón ræddi um mögur síðustu ár í Hafnarfirði en telur byltingu í kortunum

Guðjón ræddi um mögur síðustu ár í Hafnarfirði en telur byltingu í kortunum
433Sport
Í gær

Breiðablik fer til Serbíu

Breiðablik fer til Serbíu
433Sport
Í gær

Telur líkur á að Amorim verði rekinn eftir helgi

Telur líkur á að Amorim verði rekinn eftir helgi
433Sport
Í gær

Kjartan setti Kristin á teinana í beinni útsendingu í gærkvöldi – „Hann er ekki lengur í vinnu, það er búið að svara spurningunni“

Kjartan setti Kristin á teinana í beinni útsendingu í gærkvöldi – „Hann er ekki lengur í vinnu, það er búið að svara spurningunni“