Schalke reyndi á dögunum að fá Bale til liðsins með ansi skemmtilegri færslu á samskiptamiðlinum Twitter. Framtíð hans hjá spænska stórveldinu er í óvissu og ef hann vill róa á ný mið þá er Schalke möguleiki fyrir hann.
Velski vængmaðurinn var á láni hjá Tottenham á síðasta tímabili og á aðeins 12 mánuði eftir á samning við Real Madrid.
Þýska liðið reyndi að höfða til Bale sem hefur mjög gaman að golfi og bentu honum á ansi góðan golfvöll í borginni.
Bale er afar hrifinn af golfi og urðu stuðningsmenn Real Madrid afar pirraðir þegar hann sást með fána árið 2019 þar sem á stóð “Wales. Golf. Madrid, í þessari röð.”
Gelsenkirchen is ready for you, Gareth⛳ https://t.co/SVoQGXkNHa pic.twitter.com/HNbUuuXkKt
— FC Schalke 04 (@s04_en) June 27, 2021