Real Madrid hefur áhuga á því að fá Diogo Dalot bakvörð Manchester United í sumar samkvæmt fréttum á Spáni.
Þar segir að Carlo Ancelotti hafi áhuga á því að kaupa Dalot til félagsins, hann var á láni hjá AC Milan á síðustu leiktíð.
Ancelotti hefur mikla trú á þessum 22 ára bakverði frá Portúgal en AC Milan vill einnig kaupa hann.
Manchester United hefur áhuga á að kaupa Kieran Trippier frá Atletico Madrid en fyrir er félagið með Aaron Wan-Bissaka sem hægri bakvörð.
Dalot kom til United frá Porto þegar Jose Mourinho var stjóri félagasins þegar Dalot gekk í raðir United.