Sergio Ramos hefur samþykkt tveggja ára samningstilboð frá PSG að því er segir í frétt RMC sport. Hann hafnaði tilboði frá tveimur enskum klúbbum til þess að ganga til liðs við franska liðið.
Samningur varnarmannsins við Real Madrid rann út í dag eftir 15 ár hjá félaginu. Ramos kvaddi félagið í síðasta mánuði og sagðist hafa viljað vera áfram hjá félaginu en hann fékk ekki þann samning sem hann óskaði eftir.
Sergio Ramos er algjör goðsögn hjá Real Madrid en hann vann Meistaradeildina fjórum sinnum með félaginu og deildina fimm sinnum.
Bróðir Ramos er í París samkvæmt RMC sport til þess að klára að ganga frá samningnum. Ramos mun fara í læknisskoðun hjá félaginu í vikunni.