fbpx
Þriðjudagur 08.júlí 2025
433Sport

Nuno ætlar að byggja liðið í kringum Harry Kane – Hann er ekki til sölu

Helga Jónsdóttir
Fimmtudaginn 1. júlí 2021 20:30

Harry Kane var lengi orðaður við ManchesterCity. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Harry Kane verður áfram hjá Tottenham ef marka má fréttir Daily Mail. Nuno Espirito Santo var staðfestur sem nýr stjóri Tottenham í gær eftir mikla leit félagsins að stjóra eftir að Mourinho var rekinn í apríl.

Þegar samningaviðræður Nuno við félagið áttu sér stað þá fékk hann þær upplýsingar að Harry Kane myndi vera áfram hjá félaginu og ætti hann að undirbúa sig þannig að stjórstjarnan yrði með og ætlar Nuno að byggja liðið í kringum hann. Daniel Levy er sagður vera ákveðinn í því að Harry Kane sé ekki til sölu.

Harry Kane er þó sagður vilja yfirgefa félagið í sumar í von um að fara að vinna titla en það hefur gengið illa með Tottenham. Hann á ennþá þrjú ár eftir af samningi hjá Tottenham.

Sportsmail sagði frá því í síðasta mánuði að Manchester City hefði boðið 100 milljónir punda í leikmanninn. Levy tók það ekki í mál en hann metur leikmanninn á að minnsta kosti 150 milljónir punda. Það er því ljóst að ef Levy á að breyta um skoðun þá þarf City að bæta tilboðið töluvert.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Þorsteinn tjáir sig um ummæli Jóns Dags – „Hann er sonur minn, auðvitað ertu að verja fjölskylduna þína“

Þorsteinn tjáir sig um ummæli Jóns Dags – „Hann er sonur minn, auðvitað ertu að verja fjölskylduna þína“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Bruno og Dalot fá lengra frí til að ná áttum eftir helgina

Bruno og Dalot fá lengra frí til að ná áttum eftir helgina