fbpx
Þriðjudagur 08.júlí 2025
433Sport

Ekkert bendir til þess að Ronaldo sé á förum

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 1. júlí 2021 16:00

Cristiano Ronaldo

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Cristiano Ronaldo hefur ekki gefið Juventus nein merki um það að hann vilji fara frá félaginu í sumar. Frá þessu greinir Federico Cherubini yfirmaður knattspyrnumála hjá Juventus.

Framtíð Ronaldo hefur verið til umræðu síðustu daga og vikur og margir haldið því fram að Ronaldo væri á förum.

Sagt hefur verið að Ronaldo vilji fara og að Juventus sé til í að losna við launapakka hans.

„Það hefur ekkert komið frá Ronaldo um að hann vilji fara, við höfum ekki heldur haldið því fram að hann sé til sölu,“ sagði Cherubini.

Ronaldo hefur verið hjá Juventus í tvö ár og ekki náð að vinna Meistaradeildina með liðinu eins og markmiðið var með komu hans.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Þorsteinn tjáir sig um ummæli Jóns Dags – „Hann er sonur minn, auðvitað ertu að verja fjölskylduna þína“

Þorsteinn tjáir sig um ummæli Jóns Dags – „Hann er sonur minn, auðvitað ertu að verja fjölskylduna þína“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Bruno og Dalot fá lengra frí til að ná áttum eftir helgina

Bruno og Dalot fá lengra frí til að ná áttum eftir helgina