Cristiano Ronaldo hefur ekki gefið Juventus nein merki um það að hann vilji fara frá félaginu í sumar. Frá þessu greinir Federico Cherubini yfirmaður knattspyrnumála hjá Juventus.
Framtíð Ronaldo hefur verið til umræðu síðustu daga og vikur og margir haldið því fram að Ronaldo væri á förum.
Sagt hefur verið að Ronaldo vilji fara og að Juventus sé til í að losna við launapakka hans.
„Það hefur ekkert komið frá Ronaldo um að hann vilji fara, við höfum ekki heldur haldið því fram að hann sé til sölu,“ sagði Cherubini.
Ronaldo hefur verið hjá Juventus í tvö ár og ekki náð að vinna Meistaradeildina með liðinu eins og markmiðið var með komu hans.