Aston Villa telur að Jack Grealish muni skrifa undir nýjan samning við félagið frekar en að fara fram á sölu til Manchester City.
City hefur mikinn áhuga á að kaupa þennan 25 ára gamla leikmann í sumar og er talið tilbúið að borga 100 milljónir punda fyrir Grealish.
Grealish var frábær með Villa á síðustu leiktíð en Aston Villa hefur ekki neinn áhuga á að selja sinn besta mann.
Telegraph segir að Villa muni nú bjóða 150 þúsund pund í laun á viku en um er að ræða 25 milljónir íslenskra króna.
Grealish kom öflugur inn hjá enska landsliðinu í gær í 2-0 sigri á Þýskalandi en hann lagði upp annað mark liðsins fyrir Harry Kane.