Tindastóll tók á móti Selfossi í 8. umferð Pepsi-Max deildar kvenna. Leiknum lauk með markalausu jafntefli.
Leikurinn var nokkuð fjörugur og skemmtilegur þrátt fyrir markaleysið. Bæði lið fengu ágætis tækifæri en hvorugt liðið náði að brjóta ísinn og markalaust jafntefli því niðurstaðan.
Selfoss er í 3. sæti með 14 stig en Tindastóll á botninum með 5 stig.
Tindastóll 0 – 0 Selfoss