fbpx
Þriðjudagur 16.september 2025
433Sport

Aron Einar uppljóstrar um áform sín þegar líður að endalokum: „Það er prinsipp fyrir mig“

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 30. júní 2021 12:59

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði Íslands í knattspyrnu og leikmaður Al-Arabi í Katar verður gestur í Mannamáli á Hringbraut á morgun klukkan 19:00 á morgun og endursýnt klukkan 21:00. Þessi merkilegi íþróttamaður ræðir þar lífið og tilveruna í skemmtilegu viðtal við Sigmund Ernir Rúnarsson.

Aron Einar ólst upp á Akureyri og uppljóstrar því í viðtalinu við Sigmund að hann ætli sér að snúa heim til að klára ferilinn sem knattspyrnu.

Aron er 32 ára gamall og því er ljóst að ekki eru mörg ár í að heimkoma Arons verði að veruleika. Aron lék ellefu leiki með meistaraflokki Þórs áður en að hann fór í atvinnumennsku, þá 17 ára gamall og hann ætlar að skrifa síðasta kaflann í söguna með Þór.

„Svæði Þórs er uppruninn og þar mun ég taka eitt tímabil í lokin, það er prinsipp fyrir mig. Þegar ég kem heim að taka eitt tímabil með Þór, sama í hvaða deild þeir verða,“ sagði Aron Einar en Þór er í dag í næst efstu deild karla.

Akureyri og Þór er Aroni Einari mikilvægt og sést það best í þeim húðflúrum sem hann hefur fengið sér í gegnum árin, þar á meðal er póstnúmerið sem hann bjó í þegar hann var yngri.

„Mér finnst það skylda mín, skila til baka og klára þar sem ég byrjaði. Það er mjög mikilvægt fyrir mig.“

Aron Einar hefur verið fyrirliði Íslands síðustu ár, hann ræðir lífið innan sem utan vallar í einlægu og skemmtilegu spjalli við Sigmund Erni á morgun, klukkan 19:00 á Hringbraut.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Þetta eru liðin sem fóru upp og niður um deildir um helgina

Þetta eru liðin sem fóru upp og niður um deildir um helgina
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Telja sig geta keypt Grealish á lækkuðu verði næsta sumar

Telja sig geta keypt Grealish á lækkuðu verði næsta sumar
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Formaður KR segir liðið á réttri leið og að fall úr deildinni sé ekki það versta í heimi

Formaður KR segir liðið á réttri leið og að fall úr deildinni sé ekki það versta í heimi
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Halda því fram að Ronaldo og félagar hafi lagt fram sturlað tilboð

Halda því fram að Ronaldo og félagar hafi lagt fram sturlað tilboð
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Gömul skrif Óskars rata upp á yfirborðið eftir afhroð gærdagsins – „Mönnum þar á bæ til háborinnar skammar“

Gömul skrif Óskars rata upp á yfirborðið eftir afhroð gærdagsins – „Mönnum þar á bæ til háborinnar skammar“
433Sport
Í gær

Vildi ólmur vinna með Óla Jó og Bjössa Hreiðars – „Mér fannst þeir vera að byggja eitthvað sérstakt“

Vildi ólmur vinna með Óla Jó og Bjössa Hreiðars – „Mér fannst þeir vera að byggja eitthvað sérstakt“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Guðjón brotnaði niður eftir orð læknisins – Tók þó ekki í mál að fara eftir þeim

Guðjón brotnaði niður eftir orð læknisins – Tók þó ekki í mál að fara eftir þeim
433Sport
Fyrir 2 dögum

Guðjón Pétur: „Það mun vera reiði í mér alla ævi gagnvart fólkinu sem stóð á bak við þessa frétt“

Guðjón Pétur: „Það mun vera reiði í mér alla ævi gagnvart fólkinu sem stóð á bak við þessa frétt“