fbpx
Þriðjudagur 08.júlí 2025
433Sport

Aron Einar opinberaði slúðursögu um Beckham í beinni: „Spurning um að heyra í Bjögga Thor“

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 30. júní 2021 14:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aron Einar Gunnarsson fyrirliði Íslands var gestur hjá Stöð2 Sport í gær þar sem hann fór yfir Evrópumótið í knattspyrnu. Aron er í sumarfríi á Íslandi.

David Beckham var í stúkunni þegar England vann Þýskaland í gær og vakti eins og oft áður, mikla athygli. Beckham er 46 ára gamall en hann eldist vel. „Ég verð samt að grípa inn í sem eina konan í þessu setti. Beckham, hann eldist vel,“ sagði Helena Ólafsdóttir á Stöð2 Sport einn af stjórnendum þáttarins um útlitið á Beckham.

Aron Einar greip þá orðið og sagði frá orðrómi sem hann hefur heyrt um Beckham og hans glæsilega útlit.

„Ég er búinn að heyra – við erum fjórir sköllóttir hérna inni – að hann er búinn að fara í tvær hárígræðslur. Vissuð þið af því?“,“ sagði Aron Einar en fyrirliðinn rakaði af sér hárið fyrir nokkrum árum þegar það fór að þynnast.

Aron Einar lagði þá til að mannskapurinn myndi setja sig í samband við Björgólf Thor Björgólfsson, einn besta vin Beckham.
„Spurning um að heyra í Bjögga Thor, fá contact,“ sagði Aron Einar um málið.

Guðmundur Benediktsson stjórnandi þáttarins ætlar í málið. „Það er það næsta sem við gerum þegar þessi þætti lýkur, hringja í Bjögga,“ sagði Gummi Ben á Stöð2 Sport í gær.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Alexandra: „Þú getur rétt ímyndað þér hversu sárt þetta var“

Alexandra: „Þú getur rétt ímyndað þér hversu sárt þetta var“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Sádarnir á fullu að reyna að fá Messi

Sádarnir á fullu að reyna að fá Messi
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Átti erfitt með svefn eftir tap Íslands – „Maður var svolítið tómur“

Átti erfitt með svefn eftir tap Íslands – „Maður var svolítið tómur“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Þorsteinn tjáir sig um ummæli Jóns Dags – „Hann er sonur minn, auðvitað ertu að verja fjölskylduna þína“

Þorsteinn tjáir sig um ummæli Jóns Dags – „Hann er sonur minn, auðvitað ertu að verja fjölskylduna þína“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Elvar varpar fram kenningu – Er Ólafur að máta sig við stól Þorsteins?

Elvar varpar fram kenningu – Er Ólafur að máta sig við stól Þorsteins?
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Coutinho losnaði loksins frá Villa

Coutinho losnaði loksins frá Villa
433Sport
Í gær

Ingibjörg svekkt eftir niðurstöðu kvöldsins: ,,Ég veit ekki hvað meira ég á að segja“

Ingibjörg svekkt eftir niðurstöðu kvöldsins: ,,Ég veit ekki hvað meira ég á að segja“
433Sport
Í gær

Dagný eftir tapið: ,,Ætluðum okkur stærri hluti“

Dagný eftir tapið: ,,Ætluðum okkur stærri hluti“