fbpx
Laugardagur 20.september 2025
433Sport

Aron Einar opinberaði slúðursögu um Beckham í beinni: „Spurning um að heyra í Bjögga Thor“

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 30. júní 2021 14:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aron Einar Gunnarsson fyrirliði Íslands var gestur hjá Stöð2 Sport í gær þar sem hann fór yfir Evrópumótið í knattspyrnu. Aron er í sumarfríi á Íslandi.

David Beckham var í stúkunni þegar England vann Þýskaland í gær og vakti eins og oft áður, mikla athygli. Beckham er 46 ára gamall en hann eldist vel. „Ég verð samt að grípa inn í sem eina konan í þessu setti. Beckham, hann eldist vel,“ sagði Helena Ólafsdóttir á Stöð2 Sport einn af stjórnendum þáttarins um útlitið á Beckham.

Aron Einar greip þá orðið og sagði frá orðrómi sem hann hefur heyrt um Beckham og hans glæsilega útlit.

„Ég er búinn að heyra – við erum fjórir sköllóttir hérna inni – að hann er búinn að fara í tvær hárígræðslur. Vissuð þið af því?“,“ sagði Aron Einar en fyrirliðinn rakaði af sér hárið fyrir nokkrum árum þegar það fór að þynnast.

Aron Einar lagði þá til að mannskapurinn myndi setja sig í samband við Björgólf Thor Björgólfsson, einn besta vin Beckham.
„Spurning um að heyra í Bjögga Thor, fá contact,“ sagði Aron Einar um málið.

Guðmundur Benediktsson stjórnandi þáttarins ætlar í málið. „Það er það næsta sem við gerum þegar þessi þætti lýkur, hringja í Bjögga,“ sagði Gummi Ben á Stöð2 Sport í gær.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Hér er mesta spennan fyrir lokaumferðina

Hér er mesta spennan fyrir lokaumferðina
433Sport
Í gær

Allt á suðupunkti á Sauðárkróki í kvöld – Segir níu aðila úr gæslu hafa þurft að fylgja Sveini af vettvangi

Allt á suðupunkti á Sauðárkróki í kvöld – Segir níu aðila úr gæslu hafa þurft að fylgja Sveini af vettvangi
433Sport
Í gær

Guðjón ræddi um mögur síðustu ár í Hafnarfirði en telur byltingu í kortunum

Guðjón ræddi um mögur síðustu ár í Hafnarfirði en telur byltingu í kortunum
433Sport
Í gær

Breiðablik fer til Serbíu

Breiðablik fer til Serbíu
433Sport
Í gær

Telur líkur á að Amorim verði rekinn eftir helgi

Telur líkur á að Amorim verði rekinn eftir helgi
433Sport
Í gær

Kjartan setti Kristin á teinana í beinni útsendingu í gærkvöldi – „Hann er ekki lengur í vinnu, það er búið að svara spurningunni“

Kjartan setti Kristin á teinana í beinni útsendingu í gærkvöldi – „Hann er ekki lengur í vinnu, það er búið að svara spurningunni“