fbpx
Þriðjudagur 08.júlí 2025
433Sport

Mun frammistaðan í gær tryggja honum samning hjá einu stærsta liði heims?

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 29. júní 2021 21:00

Xhaka hefur sjaldan verið betri. Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Juventus hefur blandað sér í baráttuna um Granit Xhaka, miðjumann Arsenal. Calciomercato greinir frá.

Xhaka hefur leikið 220 leiki fyrir Arsenal frá því hann kom til félagsins frá Borussia Monchengladbach árið 2016. Hann var fastamaður í byrjunarliði Mikel Arteta, stjóra Arsenal, á síðustu leiktíð. Þrátt fyrir það virðist Arsenal vera tilbúið að leyfa honum að fara.

Félagaskipti Svisslendingsins til Roma hafa virst liggja í loftinu síðustu daga. Nú er hins vegar talið að Juventus muni veita þeim samkeppni um þennan 28 ára gamla miðjumann.

Xhaka átti mjög góðan leik á Evrópumótinu í gær er Sviss sló Frakkland út í 16-liða úrslitum. Hann var valinn maður leiksins. Sú frammistaða hefur ekki þótt fráhrindandi fyrir Juve.

Arsenal er talið vilja um 20 milljónir evra fyrir Xhaka. Hingað til hefur Roma ekki uppfyllt þær kröfur. Félagið gæti þó þurft að gera það fljótlega, ætli það sér ekki að missa hann til andstæðinga sinna í Serie A.

Xhaka hefur átt misjöfnu gengi að fagna í búningi Arsenal. Hann hefur átt mjög góða leiki í bland við ansi heimskuleg mistök inn á milli. Hann var fyrirliði liðsins en missti bandið eftir að hafa rifist við stuðningsmenn í miðjum leik árið 2019.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

United gat fengið rúma 2 milljarða en Amorim vildi ekki sjá myndavélar Amazon á svæðinu

United gat fengið rúma 2 milljarða en Amorim vildi ekki sjá myndavélar Amazon á svæðinu
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Elanga keyptur fyrir 55 milljónir

Elanga keyptur fyrir 55 milljónir
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Palmer viðurkennir erfiðleika – ,,Hann er alltaf til staðar fyrir mig“

Palmer viðurkennir erfiðleika – ,,Hann er alltaf til staðar fyrir mig“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Margir steinhissa þegar þeir sáu hver leiddi liðið út á völl – Sjáðu hvað gerðist um helgina

Margir steinhissa þegar þeir sáu hver leiddi liðið út á völl – Sjáðu hvað gerðist um helgina
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Messi og ‘lífvörðurinn’ mögulega sameinaðir

Messi og ‘lífvörðurinn’ mögulega sameinaðir
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Margrét Lára ræðir vonbrigðin í Sviss – „Ég er alltof gömul til að tjá mig um þetta“

Margrét Lára ræðir vonbrigðin í Sviss – „Ég er alltof gömul til að tjá mig um þetta“
433Sport
Í gær

Þorsteinn tjáir sig um ummæli Jóns Dags – „Hann er sonur minn, auðvitað ertu að verja fjölskylduna þína“

Þorsteinn tjáir sig um ummæli Jóns Dags – „Hann er sonur minn, auðvitað ertu að verja fjölskylduna þína“
433Sport
Í gær

Bruno og Dalot fá lengra frí til að ná áttum eftir helgina

Bruno og Dalot fá lengra frí til að ná áttum eftir helgina