Samkvæmt The Independent vill Raphael Varane varnarmaður Real Madrid ganga í raðir Manchester United í sumar.
Fjallað hefur verið um áhuga United á franska varnarmanninum sem er 28 ára gamall. Varane hefur ekki viljað skrifa undir nýjan samning við Real Madrid.
Real Madrid er því tilbúið að selja Varane í sumar en hann getur farið frítt frá félaginu eftir ár, þegar samningur hans er á enda.
Launapakki Varane gæti hins vegar flækt málið en því er haldið fram að hann vilji 400 þúsund pund á viku hjá United sem myndi gera hann að launahæsta leikmanni enska boltans.
Ole Gunnar Solskjær er að kaupa Jadon Sancho til félagsins en búist er við að United reyni einnig að fá miðjumann og varnarmann.