fbpx
Miðvikudagur 13.ágúst 2025
433Sport

Sveinn Guðjohnsen á leið í Garðabæ?

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 28. júní 2021 13:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sveinn Aron Guðjohnsen landsliðsmaður í knattspyrnu gæti verið á heimleið. Sagt var frá því í hlaðvarpsþættinum Dr. Football í dag að Sveinn gæti verið að yfirgefa Spezia á Ítalíu.

Sveinn Aron var á láni hjá OB í Danmörku á liðnu tímabili en fékk miklu færri tækifæri en búist var við. Í Dr. Football var því haldið fram að Stjarnan væri að reyna að semja við Svein.

Sveinn Aron er 23 ára gamall en hann yfirgaf Breiðablik sumarið 2018 og gekk í raðir Spezia.

Getty Images

„Sveinn Aron ku vera nálægt því að semja við Stjörnuna,“ sagði Kristján Óli Sigurðsson en Sveinn Aron spilaði sinn fyrsta A-landsleik í mars.

Hjörvar Hafliðason segir að Sveinn Aron þurfi að fara að spila leiki. „Ég vona að hann geri samning sem aldrei hefur verið gerður á Íslandi, að hann spili í 90 mínútur í hverjum leik. Það er það sem minn maður þarf, hann þarf að spila leiki.“

Sveinn Aron er sonur Eiðs Smára Guðjohnsen sem er að margra mati besti knattspyrnumaður í sögu Íslands.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Búnir að bjóða í Ederson

Búnir að bjóða í Ederson
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Keypti bjóra fyrir 165 þúsund krónur um helgina

Keypti bjóra fyrir 165 þúsund krónur um helgina
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Umboðsmaðurinn hlær að sögusögnunum – ,,Bara bull“

Umboðsmaðurinn hlær að sögusögnunum – ,,Bara bull“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Staðfesta loksins að giftingin sé í vændum – Birti mynd af stórglæsilegum trúlofunarhring

Staðfesta loksins að giftingin sé í vændum – Birti mynd af stórglæsilegum trúlofunarhring
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Segist ekki óttast samkeppni og er ánægður með mörk liðsfélaga síns

Segist ekki óttast samkeppni og er ánægður með mörk liðsfélaga síns
433Sport
Í gær

Donnarumma ekki valinn í leikmannahópinn

Donnarumma ekki valinn í leikmannahópinn