Samkvæmt Telegraph hefur landslið Jamaíka hefur áhuga á því að fá Mason Greenwood, sóknarmann Manchester United, til að spila fyrir sig.
Greenwood á að baki einn landsleik fyrir England en getur enn skipt um landslið. Hann þyrfti að spila þrisvar fyrir Englands hönd til að möguleikinn færi af borðinu.
Leikmaðurinn á ættir að rekja til Jamaíka. Knattspyrnusambandið þar er sagt vilja fá hann til að hjálpa liðinu við það að komast á HM 2022 í Katar.
Greenwood var gripinn glóðvolgur, ásamt Phil Foden, fyrir að brjóta sóttvarnarlög á Íslandi í september. Þar buðu þeir tveimur íslenskum stúlkum upp á hótelherbergi til sín þvert á sóttvarnarlög sem þá voru í gildi.
Þeim var í kjölfarið kastað út úr landsliðshópnum. Gareth Southgate hefur síðan þá valið Foden í hópinn en ekki Greenwood. Það verður því að teljast ansi líklegt að Greenwood hefði spilað fleiri leiki fyrir enska landsliðið ef ekki hefði verið fyrir atvikið í Reykjavík.
Það er þó talið að hann hafi átt fína möguleika á að vera valinn í lokahóp enska landsliðsins fyrir Evrópumótið sem nú stendur yfir. Hann gaf hins vegar ekki kost á sér vegna meiðsla.