fbpx
Sunnudagur 09.nóvember 2025
433Sport

Mun skandallinn með íslensku stúlkunum hafa stór áhrif á feril hans?

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 28. júní 2021 19:02

Foden, Greenwood og íslensku stúlkurnar.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt Telegraph hefur landslið Jamaíka hefur áhuga á því að fá Mason Greenwood, sóknarmann Manchester United, til að spila fyrir sig.

Greenwood á að baki einn landsleik fyrir England en getur enn skipt um landslið. Hann þyrfti að spila þrisvar fyrir Englands hönd til að möguleikinn færi af borðinu.

Leikmaðurinn á ættir að rekja til Jamaíka. Knattspyrnusambandið þar er sagt vilja fá hann til að hjálpa liðinu við það að komast á HM 2022 í Katar.

Greenwood var gripinn glóðvolgur, ásamt Phil Foden, fyrir að brjóta sóttvarnarlög á Íslandi í september. Þar buðu þeir tveimur íslenskum stúlkum upp á hótelherbergi til sín þvert á sóttvarnarlög sem þá voru í gildi.

Þeim var í kjölfarið kastað út úr landsliðshópnum. Gareth Southgate hefur síðan þá valið Foden í hópinn en ekki Greenwood. Það verður því að teljast ansi líklegt að Greenwood hefði spilað fleiri leiki fyrir enska landsliðið ef ekki hefði verið fyrir atvikið í Reykjavík.

Það er þó talið að hann hafi átt fína möguleika á að vera valinn í lokahóp enska landsliðsins fyrir Evrópumótið sem nú stendur yfir. Hann gaf hins vegar ekki kost á sér vegna meiðsla.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Allt á suðupunkti á bak við tjöldin á Íslandi – „Vinur minn talaði við mig. Þá fór ég að pæla“

Allt á suðupunkti á bak við tjöldin á Íslandi – „Vinur minn talaði við mig. Þá fór ég að pæla“
433Sport
Í gær

Samherji Stefáns Teits fær þungan dóm fyrir kynþáttaníð

Samherji Stefáns Teits fær þungan dóm fyrir kynþáttaníð
433Sport
Fyrir 2 dögum

Fyrrum stjarna Arsenal og Liverpool opnar sig – „Það var erfitt og ég vil ekki fara í gegnum það aftur“

Fyrrum stjarna Arsenal og Liverpool opnar sig – „Það var erfitt og ég vil ekki fara í gegnum það aftur“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Leikmaður Arsenal ekki að spila nóg til að komast í landsliðið

Leikmaður Arsenal ekki að spila nóg til að komast í landsliðið
433Sport
Fyrir 2 dögum

Vonarstjarna Chelsea kvartar undan kulda í London – Stjórinn varar hann við því sem er á leiðinni

Vonarstjarna Chelsea kvartar undan kulda í London – Stjórinn varar hann við því sem er á leiðinni
433Sport
Fyrir 2 dögum

Svarar fyrir dónaleg skilaboð sem hún á að hafa sent á mann sem er í sambandi með samstarfskonu

Svarar fyrir dónaleg skilaboð sem hún á að hafa sent á mann sem er í sambandi með samstarfskonu