Amanda Andradóttir skoraði frábært mark fyrir Valarenga í 7-0 sigri gegn Klepp í norska boltanum um helgina.
Með markinu kom hún liði sínu í 4-0. Hún lék á varnarmann Klepp og smurði boltann svo með vinstri, veikari fæti hennar, upp í fjær hornið.
Amanda Andradóttir sin perle er nominert til rundens mål!
Stem her: https://t.co/GijSS9B6boEr denne godkjent @bojanskuddfinte 😅? pic.twitter.com/cvpU6neOUO
— Vålerenga Fotball Kvinner (@VIFDamer) June 27, 2021
Þessi bráðefnilega 18 ára gamla knattspyrnukona gæti valið að spila fyrir norska landsliðið frekar en það íslenska í framtíðinni. Móðir hennar er norsk en faðir hennar er íslenskur.
Það er ljóst að Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari, þarf að velja Amöndu í A-landsliðið sem fyrst til að eiga ekki á hættu að missa hana til Noregs.