fbpx
Þriðjudagur 08.júlí 2025
433Sport

Shaw kominn með ógeð af hrauni frá Mourinho – „Er augljóslega fastur í hausnum á honum“

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 28. júní 2021 08:31

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Luke Shaw bakvörður Manchester United hefur fengið nóg af endalausum skotum frá Jose Mourinho. Samband þeirra þegar þeir unnu saman hjá Manchester United var ekki gott.

Shaw fann sig ekki en hefur blómstrað hjá United eftir að Mourinho var rekinn, stjóri Roma er hins vegar duglegur að ræða um Shaw í fjölmiðlum.

„Það er ekki hægt að fara í felur með það að okkur samdi ekki vel, það er samt komið að því að halda áfram. Ég er að reyna að fara áfram veginn en hann getur það ekki,“ sagði Shaw sem hefur fengið nóg af endalausum skotum Mourinho.

„Vonandi getur hann fundið frið og hætt að hafa svona miklar áhyggjur af mér. Ég er augljóslega fastur í hausnum á honum og hann hugsar mikið um mig. Ég skil þetta ekki alveg, ég skil ekki af hverju hann vill alltaf vera að ræða mig.“

Mourinho gagnrýndi hornspyrnur Shaw harkalega eftir sigur á Tékklandi í síðustu viku. „Þetta var ekki svona slæmt, ein af þremur spyrnum fór ekki yfir fyrsta mann.“

„Þetta var ekki svona slæmt eins og hann vildi láta það líta út. Ég er vanur því að hann segi neikvæða hluti um mig, ég er hættur að taka mark á þeim. Ég einbeit mér að því sem mínir þjálfarar segja við mig.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

United gat fengið rúma 2 milljarða en Amorim vildi ekki sjá myndavélar Amazon á svæðinu

United gat fengið rúma 2 milljarða en Amorim vildi ekki sjá myndavélar Amazon á svæðinu
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Furða sig á nafnavenjum Íslendinga

Furða sig á nafnavenjum Íslendinga
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Margir steinhissa þegar þeir sáu hver leiddi liðið út á völl – Sjáðu hvað gerðist um helgina

Margir steinhissa þegar þeir sáu hver leiddi liðið út á völl – Sjáðu hvað gerðist um helgina
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Ten Hag gæti selt sama leikmann og hann gerði hjá United

Ten Hag gæti selt sama leikmann og hann gerði hjá United
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Fimm sem gætu tekið við starfi Þorsteins í Laugardalnum

Fimm sem gætu tekið við starfi Þorsteins í Laugardalnum
433Sport
Í gær

Einbeiting United er á Mbeumo og ekkert annað eins og er

Einbeiting United er á Mbeumo og ekkert annað eins og er