Tottenham þarf að vera undir það búið að Harry Kane yfirgefi félagið í sumar en enski framherjinn skoðar það alvarlega að ýta á það að komast burt.
Ef Kane fer þá mun Tottenham þurfa að fylla hans skarð og eru sex nöfn nefnd til sögunnar í enskum blöðum í dag.
Einn af þeim sem Tottenham gæti reynt að fá er Anthony Martial framherji Manchester United, franski framherjinn fann ekki taktinn á síðustu leiktíð.
Gabriel Jesus framherji Manchester City og Tammy Abraham framherji Chelsea eru einnig nefndir til sögunnar, sömu sögu er að segja Mauro Icardi.