Orri Steinn Óskarsson ungur knattspyrnumaður hjá FC Kaupmannahöfn hefur verið verðlaunaður fyrir góða frammistöðu með liðinu í vetur.
Orri skoraði 29 mörk í 17 leikjum með U17 ára liði félagsins á liðnu tímabili þar sem liðið vann deildina.
Orri lék áður með Gróttu en faðir hans er Óskar Hrafn Þorvaldsson þjálfari Breiðablik.
„Við erum virkilega sáttir með að ná að gera nýjan samning við Orra,“ sagði Sune Smith-Nielsen yfirmaður unglingastarfsins hjá FCK.
Orri gerir samning til ársins 2024 en hann verður 17 ára gamall í ágúst. Möguleiki er á að hann fái tækifæri með aðalliði félagsins á næstu leiktíð.