Manchester United hefur hafið viðræður við Rennes með það í huga að kaupa miðjumanninn Eduardo Camavinga frá félaginu. Fjölmiðlar í Frakklandi og Englandis segja frá.
United vonast til þess að kaupa Jadon Sancho frá Borussia Dortmund í vikunni, félagið leggur svo áherslu á að fá miðjumann og varnarmann.
Rennes er tilbúið að selja þennan 18 ára miðjumann sem á bara ár eftir af samningi sínum, PSG hefur einnig áhuga.
Camavinga hefur spilað þrjá A-landsleiki fyrir Frakkland en hann og Paul Pogba eru sagðir nánir vinir, United reynir að framlengja samning Pogba þessa dagana.
Ole Gunnar Solskjær er sagður hafa mikið álit á Camavinga sem er vel spilandi djúpur miðjumaður.