Búist er við því að Rafa Benitez verði kynntur sem nýr stjóri Everton á allra næstu dögum en viðræður við hann hafa staðið yfir síðustu daga. Ráðning á Benitez er hins vegar umdeild vegna tenginga hans við Liverpool.
Benitez var áður stjóri Liverpool sem eru erkifjendur Everton, fjöldi stuðningsmanna Everton vill ekki sjá hann taka við.
Stuðningsmenn Everton fóru í hverfið þar sem Benitez býr í nótt og settu upp borða. „Við vitum hvar þú átt heima, ekki skrifa undir,“ stendur á borðanum.
Dominic King blaðamaður í Bretlandi bendir á þetta og segir. „Þessi borði var settur upp, þetta er ekki langt frá heimili Benitez þar sem hann býr með eiginkonu og dætrum sæínum. Fólkið sem ber ábyrgð á þessu ætti að skammast sín,“ skrifar King.
Everton hefur leitað að stjóra eftir að Carlo Ancelotti sagði upp störfum til að taka við Real Madrid.
This banner is online. It has been posted not far from where Rafa Benitez lives with his wife and his daughters. It’s sinister, it’s reprehensible and the people responsible for it should be ashamed. They are a disgrace. pic.twitter.com/6prhZt16vX
— Dominic King (@DominicKing_DM) June 28, 2021