Jadon Sancho er við það að skrifa undir hjá Manchester United eftir að klúbburinn ákvað loksins að samþykkja verðmiðann sem Dortmund setur á kappann.
Dortmund vill fá 77 milljónir punda fyrir leikmanninn knáa en hingað til hefur enska stórveldið ekki vilja borga svo háa upphæð. Samkvæmt BILD þá hefur United nú sett fram nýtt tilboð þar sem þessum kröfum er mætt. Því er líklegt að þessi kaup fari í gegn á næstu dögum.
Sancho verður þriðji dýrasti leikmaður Manchester United frá upphafi. Aðeins Paul Pogba og Harry Maguire hafa verið dýrari.
Sagt er að Sancho muni þéna 350 þúsund pund á viku og verða næst launahæsti leikmaður félagsins, aðeins David De Gea þénar meira.
Sancho mun þéna 60 milljónir íslenskra króna á viku, 8,6 milljónir á dag, 143 þúsund á klukkustund eða rúmar 2300 krónur á klukkustund. Búist er við að Sancho geri fimm ára samning við United.