Lionel Messi og Barcelona hafa náð saman um nýjan samning hans við félagið. núverandi samningur er úr gildi eftir tvo daga.
Messi vildi ólmur fara frá Barcelona fyrir ári síðan en Joan Laporta sem var aftur kjörinn forseti félagsins hefur náð að sannfæra hann um að vera áfram.
Messi er sagður taka einhverja launalækkun á sig vegna fjárhagsörðugleika félagsins, hann mun hins vegar vera á launaskrá eftir að skórnir fara upp í hillu til þess að vinna upp launalækkunina.
Talið er að Messi geri tveggja ára samning við Barcelona en einn hans besti vinur, Kun Aguero samdi við félagið á dögunum.
Messi er í verkefni með Argentínu en búist er við að Barcelona grein frá nýjum samningi hans á næstu dögum.