fbpx
Sunnudagur 21.september 2025
433Sport

Hazard spilar líklega ekki sekúndu í viðbót

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 28. júní 2021 09:30

Hazard-bræður, Thorgan og Eden, fagna. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eden Hazard tekur líklega ekki meira þátt í Evrópumótinu vegna meiðsla sem hann varð fyrir í sigri Belga á Portúgal í gær. Hazard fór meiddur af velli.

Hazard sem hefur verið mikið meiddur síðustu tvö ár og fékk hann tak aftan í lærið í sigrinum í gær þar sem bróðir hans, Thorgan Hazard skoraði eina mark leiksins.

„Ég held að Evrópumótið sé búið fyrir Eden, hann spilar ekki meira,“ sagði Thibaut Courtois samherji Hazard hjá Real Madrid og Belgíu eftir leikinn.

Ljóst er að það er mikil blóðtaka fyrir Belga að missa Hazard út nú þegar liðið er komið í átta liða úrslit en Kevin de Bruyne hefur einnig verið tæpur á mótinu.

Hazard er þrítugur en hann missti mikið út á síðasta tímabili með Real Madrid og virðist eiga í vandræðum með að vera heill heilsu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Hér er mesta spennan fyrir lokaumferðina

Hér er mesta spennan fyrir lokaumferðina
433Sport
Í gær

Allt á suðupunkti á Sauðárkróki í kvöld – Segir níu aðila úr gæslu hafa þurft að fylgja Sveini af vettvangi

Allt á suðupunkti á Sauðárkróki í kvöld – Segir níu aðila úr gæslu hafa þurft að fylgja Sveini af vettvangi
433Sport
Í gær

Guðjón ræddi um mögur síðustu ár í Hafnarfirði en telur byltingu í kortunum

Guðjón ræddi um mögur síðustu ár í Hafnarfirði en telur byltingu í kortunum
433Sport
Í gær

Breiðablik fer til Serbíu

Breiðablik fer til Serbíu
433Sport
Í gær

Telur líkur á að Amorim verði rekinn eftir helgi

Telur líkur á að Amorim verði rekinn eftir helgi
433Sport
Í gær

Kjartan setti Kristin á teinana í beinni útsendingu í gærkvöldi – „Hann er ekki lengur í vinnu, það er búið að svara spurningunni“

Kjartan setti Kristin á teinana í beinni útsendingu í gærkvöldi – „Hann er ekki lengur í vinnu, það er búið að svara spurningunni“