fbpx
Sunnudagur 09.nóvember 2025
433Sport

Gullkistan í Sádí-Arabíu í boði ef Gylfi hefur áhuga

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 28. júní 2021 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt fréttum ytra mun Al-Hilal Riyad í Sádí-Arabíu leggja fram tilboð í Gylfa Þór Sigurðsson innan tíðar. Félagið hefur lengi haft áhuga á íslenska landsliðsmanninum.

Þannig segir Ekrem Konur blaðamaður í Tyrklandi að Al-Hilal muni bjóða 8,6 milljónir punda í Gylfa. Segir Konur einnig að Everton muni líklega taka tilboðinu.

Konur virðist hafa sterkar tengingar inn í aðila málsins en hann hefur birt fjölda af færslum um málið síðustu daga. Hann segir í dag að nú þurfi að sannfæra Gylfa um að fara til Sádí Arabíu.

Fyrir nokkrum dögum sagði Konur að Gylfi hefði ekki áhuga á að fara til Al-Hilal. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem félag frá Sádí-Arabíu reynir að fá Gylfa en það kom einnig upp síðasta sumar. Talsvert var rætt og ritað um framtíð Gylfa Þórs hjá Everton fyrir ári síðan, hann íhugaði aldrei að fara og Everton var ekki með nein plön um að selja hann. „Það kom þannig séð aldrei neitt upp, aldrei frá mér og aldrei frá liðinu. Ég vissi af einhverjum áhuga hér og þar, það var ekki í plönunum hjá mér eða Everton,“ sagði Gylfi Þór í samtali við 433.is á þeim tíma.

Erlendir miðarl hafa sagt frá tilboði sem Gylfi fékk frá Sádí Arabíu fyrir ári síðan, þar er vel borgað en það heillaði ekki Gylfa. „Nei, ég var ekkert að fara þangað,“ sagði Gylfi fyrir ári síðan í viðtali við 433.is.

Ljóst er að Gylfi sem er sagður þéna 850 milljónir á ári hjá Everton getur fengið ríflega launahækkun hjá Al-Hilal.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Allt á suðupunkti á bak við tjöldin á Íslandi – „Vinur minn talaði við mig. Þá fór ég að pæla“

Allt á suðupunkti á bak við tjöldin á Íslandi – „Vinur minn talaði við mig. Þá fór ég að pæla“
433Sport
Í gær

Samherji Stefáns Teits fær þungan dóm fyrir kynþáttaníð

Samherji Stefáns Teits fær þungan dóm fyrir kynþáttaníð
433Sport
Fyrir 2 dögum

Fyrrum stjarna Arsenal og Liverpool opnar sig – „Það var erfitt og ég vil ekki fara í gegnum það aftur“

Fyrrum stjarna Arsenal og Liverpool opnar sig – „Það var erfitt og ég vil ekki fara í gegnum það aftur“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Leikmaður Arsenal ekki að spila nóg til að komast í landsliðið

Leikmaður Arsenal ekki að spila nóg til að komast í landsliðið
433Sport
Fyrir 2 dögum

Vonarstjarna Chelsea kvartar undan kulda í London – Stjórinn varar hann við því sem er á leiðinni

Vonarstjarna Chelsea kvartar undan kulda í London – Stjórinn varar hann við því sem er á leiðinni
433Sport
Fyrir 2 dögum

Svarar fyrir dónaleg skilaboð sem hún á að hafa sent á mann sem er í sambandi með samstarfskonu

Svarar fyrir dónaleg skilaboð sem hún á að hafa sent á mann sem er í sambandi með samstarfskonu