fbpx
Sunnudagur 09.nóvember 2025
433Sport

EM 2020: Sviss kastaði heimsmeisturunum úr keppni – Mbappe skúrkurinn

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 28. júní 2021 21:52

Leikmenn Sviss fagna. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sviss sló Frakka úr leik á EM 2020 nú fyrir stuttu. Það þurfti að grípa til vítaspyrnukeppni í leik liðanna í 16-liða úrslitum.

Frakkar voru ólíkir sjálfum sér í fyrri hálfleik. Haris Seferovic kom Sviss yfir eftir stundarfjórðung. Staðan í hálfleik var 1-0.

Á 55. mínútu fékk Ricardo Rodriguez gullið tækifæri til að tvöfalda forystu Svisslendinga af vítapunktinum. Hugo Lloris varði þó frá honum.

Í kjölfarið kviknaði á Frökkunum. Karim Benzema jafnaði leikinn á 57. mínútu og aðeins tveimur mínútum síðar var hann búinn að koma þeim yfir.

Það leit svo út fyrir að Paul Pogba væri að senda þá í 8-liða úrslit er hann skoraði glæsilegt mark á 75. mínútu. 3-1.

En eins og þessi dagur á EM kenndi okkur þá getur allt gerst í fótboltanum. Seferovic minnkaði muninn á 81. mínútu. Mario Gavranovic jafnaði svo leikinn á 90. mínútu. 3-3 eftir venjulegan leiktíma og því þurfti að fara í framlengingu.

Þar virkuðu bæði lið þreytt. Ekkert var skorað þar og gripið var til vítaspyrnukeppni.

Þar skoruðu allir úr sínum spyrnum þar til kom að Kylian Mbappe. Hann brenndi af fimmta víti Frakka og Sviss er komið í 8-liða úrslit. Heimsmeistarar Frakklands eru úr leik.

Kylian Mbappe var niðurlútur eftir leik. Mynd/Getty
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Allt á suðupunkti á bak við tjöldin á Íslandi – „Vinur minn talaði við mig. Þá fór ég að pæla“

Allt á suðupunkti á bak við tjöldin á Íslandi – „Vinur minn talaði við mig. Þá fór ég að pæla“
433Sport
Í gær

Samherji Stefáns Teits fær þungan dóm fyrir kynþáttaníð

Samherji Stefáns Teits fær þungan dóm fyrir kynþáttaníð
433Sport
Fyrir 2 dögum

Fyrrum stjarna Arsenal og Liverpool opnar sig – „Það var erfitt og ég vil ekki fara í gegnum það aftur“

Fyrrum stjarna Arsenal og Liverpool opnar sig – „Það var erfitt og ég vil ekki fara í gegnum það aftur“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Leikmaður Arsenal ekki að spila nóg til að komast í landsliðið

Leikmaður Arsenal ekki að spila nóg til að komast í landsliðið
433Sport
Fyrir 2 dögum

Vonarstjarna Chelsea kvartar undan kulda í London – Stjórinn varar hann við því sem er á leiðinni

Vonarstjarna Chelsea kvartar undan kulda í London – Stjórinn varar hann við því sem er á leiðinni
433Sport
Fyrir 2 dögum

Svarar fyrir dónaleg skilaboð sem hún á að hafa sent á mann sem er í sambandi með samstarfskonu

Svarar fyrir dónaleg skilaboð sem hún á að hafa sent á mann sem er í sambandi með samstarfskonu