fbpx
Þriðjudagur 08.júlí 2025
433Sport

EM 2020: Sviss kastaði heimsmeisturunum úr keppni – Mbappe skúrkurinn

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 28. júní 2021 21:52

Leikmenn Sviss fagna. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sviss sló Frakka úr leik á EM 2020 nú fyrir stuttu. Það þurfti að grípa til vítaspyrnukeppni í leik liðanna í 16-liða úrslitum.

Frakkar voru ólíkir sjálfum sér í fyrri hálfleik. Haris Seferovic kom Sviss yfir eftir stundarfjórðung. Staðan í hálfleik var 1-0.

Á 55. mínútu fékk Ricardo Rodriguez gullið tækifæri til að tvöfalda forystu Svisslendinga af vítapunktinum. Hugo Lloris varði þó frá honum.

Í kjölfarið kviknaði á Frökkunum. Karim Benzema jafnaði leikinn á 57. mínútu og aðeins tveimur mínútum síðar var hann búinn að koma þeim yfir.

Það leit svo út fyrir að Paul Pogba væri að senda þá í 8-liða úrslit er hann skoraði glæsilegt mark á 75. mínútu. 3-1.

En eins og þessi dagur á EM kenndi okkur þá getur allt gerst í fótboltanum. Seferovic minnkaði muninn á 81. mínútu. Mario Gavranovic jafnaði svo leikinn á 90. mínútu. 3-3 eftir venjulegan leiktíma og því þurfti að fara í framlengingu.

Þar virkuðu bæði lið þreytt. Ekkert var skorað þar og gripið var til vítaspyrnukeppni.

Þar skoruðu allir úr sínum spyrnum þar til kom að Kylian Mbappe. Hann brenndi af fimmta víti Frakka og Sviss er komið í 8-liða úrslit. Heimsmeistarar Frakklands eru úr leik.

Kylian Mbappe var niðurlútur eftir leik. Mynd/Getty
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

KSÍ myndi þiggja fleiri hendur á dekk

KSÍ myndi þiggja fleiri hendur á dekk
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Bjarni upplýsir um samtöl sín við þjálfara – Telur útséð að það þurfi útlending í verkefnið

Bjarni upplýsir um samtöl sín við þjálfara – Telur útséð að það þurfi útlending í verkefnið
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Furða sig á nafnavenjum Íslendinga

Furða sig á nafnavenjum Íslendinga
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Chelsea þarf að selja til að komast í gegnum reglur UEFA

Chelsea þarf að selja til að komast í gegnum reglur UEFA
433Sport
Í gær

Hefur engan áhuga á því að fara frá United í sumar

Hefur engan áhuga á því að fara frá United í sumar
433Sport
Í gær

Arsenal ákvað að hætta við Sesko af einni ástæðu

Arsenal ákvað að hætta við Sesko af einni ástæðu
433Sport
Í gær

Þorsteinn tjáir sig um framtíð sína – „Á örugglega eftir að setjast niður með yfirmönnum mínum“

Þorsteinn tjáir sig um framtíð sína – „Á örugglega eftir að setjast niður með yfirmönnum mínum“