Robin Gosens, landsliðsmaður Þýskalands, ætlaði sér að verða lögreglumaður þegar hann var yngri. Hann komst þó ekki að þar sem annar fótur hans örlítið styttri en hinn.
Vængbakvörðurinn hefur verið flottur með Þjóðverjum á Evrópumótinu sem nú stendur yfir. Hann átti til að mynda stjörnuleik gegn Portúgal í riðlakeppninni þar sem hann skoraði.
Þessi 26 ára gamli leikmaður Atalanta á Ítalíu ætlaði þó aðra leið sem ungur maður. Hann reyndi nefnilega að komast inn í lögregluna í Norðurrín-Vestfalíu-héraði en var hafnað vegna þess að annar fótur hans er örlítið styttri en hinn. 0,5 millimetrum munar á fótum Gosens.
Hann gat þó komist að í Rínarlandi-Pfalz-héraði. Faðir hans hvatti hann hins vegar til þess að hafna boðinu og taka fótboltann föstum tökum.
Gosens sér væntanlega ekki eftir ákvörðun sinni í dag. Hann hefur átt góðu gengi að fagna í Serie A. Hann var verðlaunaður með sínu fyrsta kalli í A-landslið Þýskalands síðastliðið sumar.