fbpx
Sunnudagur 21.september 2025
433Sport

Vildi verða lögreglumaður en var hafnað af ótrúlegri ástæðu – Gafst ekki upp og skaraði fram úr allt annars staðar

Helgi Fannar Sigurðsson
Sunnudaginn 27. júní 2021 13:30

Robin Gosens. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Robin Gosens, landsliðsmaður Þýskalands, ætlaði sér að verða lögreglumaður þegar hann var yngri. Hann komst þó ekki að þar sem annar fótur hans örlítið styttri en hinn.

Vængbakvörðurinn hefur verið flottur með Þjóðverjum á Evrópumótinu sem nú stendur yfir. Hann átti til að mynda stjörnuleik gegn Portúgal í riðlakeppninni þar sem hann skoraði.

Þessi 26 ára gamli leikmaður Atalanta á Ítalíu ætlaði þó aðra leið sem ungur maður. Hann reyndi nefnilega að komast inn í lögregluna í Norðurrín-Vestfalíu-héraði en var hafnað vegna þess að annar fótur hans er örlítið styttri en hinn. 0,5 millimetrum munar á fótum Gosens.

Hann gat þó komist að í Rínarlandi-Pfalz-héraði. Faðir hans hvatti hann hins vegar til þess að hafna boðinu og taka fótboltann föstum tökum.

Gosens sér væntanlega ekki eftir ákvörðun sinni í dag. Hann hefur átt góðu gengi að fagna í Serie A. Hann var verðlaunaður með sínu fyrsta kalli í A-landslið Þýskalands síðastliðið sumar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Hér er mesta spennan fyrir lokaumferðina

Hér er mesta spennan fyrir lokaumferðina
433Sport
Í gær

Allt á suðupunkti á Sauðárkróki í kvöld – Segir níu aðila úr gæslu hafa þurft að fylgja Sveini af vettvangi

Allt á suðupunkti á Sauðárkróki í kvöld – Segir níu aðila úr gæslu hafa þurft að fylgja Sveini af vettvangi
433Sport
Í gær

Guðjón ræddi um mögur síðustu ár í Hafnarfirði en telur byltingu í kortunum

Guðjón ræddi um mögur síðustu ár í Hafnarfirði en telur byltingu í kortunum
433Sport
Í gær

Breiðablik fer til Serbíu

Breiðablik fer til Serbíu
433Sport
Í gær

Telur líkur á að Amorim verði rekinn eftir helgi

Telur líkur á að Amorim verði rekinn eftir helgi
433Sport
Í gær

Kjartan setti Kristin á teinana í beinni útsendingu í gærkvöldi – „Hann er ekki lengur í vinnu, það er búið að svara spurningunni“

Kjartan setti Kristin á teinana í beinni útsendingu í gærkvöldi – „Hann er ekki lengur í vinnu, það er búið að svara spurningunni“