fbpx
Þriðjudagur 08.júlí 2025
433Sport

Vildi verða lögreglumaður en var hafnað af ótrúlegri ástæðu – Gafst ekki upp og skaraði fram úr allt annars staðar

Helgi Fannar Sigurðsson
Sunnudaginn 27. júní 2021 13:30

Robin Gosens. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Robin Gosens, landsliðsmaður Þýskalands, ætlaði sér að verða lögreglumaður þegar hann var yngri. Hann komst þó ekki að þar sem annar fótur hans örlítið styttri en hinn.

Vængbakvörðurinn hefur verið flottur með Þjóðverjum á Evrópumótinu sem nú stendur yfir. Hann átti til að mynda stjörnuleik gegn Portúgal í riðlakeppninni þar sem hann skoraði.

Þessi 26 ára gamli leikmaður Atalanta á Ítalíu ætlaði þó aðra leið sem ungur maður. Hann reyndi nefnilega að komast inn í lögregluna í Norðurrín-Vestfalíu-héraði en var hafnað vegna þess að annar fótur hans er örlítið styttri en hinn. 0,5 millimetrum munar á fótum Gosens.

Hann gat þó komist að í Rínarlandi-Pfalz-héraði. Faðir hans hvatti hann hins vegar til þess að hafna boðinu og taka fótboltann föstum tökum.

Gosens sér væntanlega ekki eftir ákvörðun sinni í dag. Hann hefur átt góðu gengi að fagna í Serie A. Hann var verðlaunaður með sínu fyrsta kalli í A-landslið Þýskalands síðastliðið sumar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Sagði Þorsteinn sjálfum sér upp í beinni útsendingu?

Sagði Þorsteinn sjálfum sér upp í beinni útsendingu?
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Verið að rifta samningi Aubameyang í Sádí Arabíu

Verið að rifta samningi Aubameyang í Sádí Arabíu
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

KSÍ myndi þiggja fleiri hendur á dekk

KSÍ myndi þiggja fleiri hendur á dekk
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Bjarni upplýsir um samtöl sín við þjálfara – Telur útséð að það þurfi útlending í verkefnið

Bjarni upplýsir um samtöl sín við þjálfara – Telur útséð að það þurfi útlending í verkefnið
433Sport
Í gær

Margir steinhissa þegar þeir sáu hver leiddi liðið út á völl – Sjáðu hvað gerðist um helgina

Margir steinhissa þegar þeir sáu hver leiddi liðið út á völl – Sjáðu hvað gerðist um helgina
433Sport
Í gær

Ten Hag gæti selt sama leikmann og hann gerði hjá United

Ten Hag gæti selt sama leikmann og hann gerði hjá United
433Sport
Í gær

Chelsea þarf að selja til að komast í gegnum reglur UEFA

Chelsea þarf að selja til að komast í gegnum reglur UEFA
433Sport
Í gær

Hefur engan áhuga á því að fara frá United í sumar

Hefur engan áhuga á því að fara frá United í sumar