Jadon Sancho segist klár í að sýna hvað hann getur á Evrópumótinu. Hann hefur lítið fengið að spila hingað til.
Hinn 21 árs gamli Sancho lék sínar fyrstu mínútur á mótinu er hann kom inn á sem varamaður í 1-0 sigri á Tékkum í lokaleik riðilsins.
Hann segist vonast til þess að fleiri mínútur fylgi nú í kjölfarið. Þá ætli hann að sýna hvað í honum býr.
,,Vonandi fæ ég fleiri mínútur í næstu leikjum. Ég bíð og þegar ég fær tækifærið mun ég sýna öllum hvað ég get.“
Sancho er leikmaður Dortmund í Þýskalandi. England mætir einmitt Þjóðverjum í 16-liða úrslitum. Hann vonast til þess að reynsla hans úr þýsku Bundesligunni geti nýst í leiknum.
,,Ég spila gegn þeim í hverri viku svo það verður áhugavert að sjá þá með landsliðinu sínu. Vonandi, ef ég fæ að spila, mun ég vita hvað leikmenn þeirra ætla að gera.“
Sancho er að öllum líkindum á leið til Manchester United á tæpar 80 milljónir punda á næstunni.