fbpx
Mánudagur 10.nóvember 2025
433Sport

Staðfestir að skotmark Liverpool fari í sumar – Er fyrrum leikmaður Arsenal

Helgi Fannar Sigurðsson
Sunnudaginn 27. júní 2021 22:00

Donyell Malen (fyrir miðju). Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Roger Schmidt, stjóri PSV í Hollandi, hefur staðfest að Donyell Malen sé á förum frá félaginu.

Þessi 22 ára gamli sóknarmaður gerði 27 mörk fyrir PSV í efstu deildinni í Hollandi á síðustu leiktíð. Þá var hann hluti af landsliðshópi Hollendinga á Evrópumótinu sem nú stendur yfir. Liðið féll úr leik fyrr í dag eftir tap gegn Tékkum.

Hann hefur verið sterklega orðaður við bæði Liverpool og Dortmund. Eitt er víst, hann verður ekki mikið lengur hjá PSV.

,,Svona er fótboltinn, sérstaklega hjá PSV, við missum einn eða tvo góða leikmenn á hverju ári,“ sagði Schmidt eftir að hafa staðfest það að Malen væri á förum.

Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, mun væntanlega reyna að styrkja lið sitt sóknarlega í sumar. Divock Origi og Xherdan Shaqiri eru á förum. Þá þarf menn til að veita þeim Mohamed Salah, Roberto Firmino og Sadio Mane samkeppni. Malen gæti verið lausn.

Malen lék með yngri liðum Arsenal áður en hann fór til PSV. Hann lék þó aldrei fyrir aðalliðið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Allt á suðupunkti á bak við tjöldin á Íslandi – „Vinur minn talaði við mig. Þá fór ég að pæla“

Allt á suðupunkti á bak við tjöldin á Íslandi – „Vinur minn talaði við mig. Þá fór ég að pæla“
433Sport
Í gær

Samherji Stefáns Teits fær þungan dóm fyrir kynþáttaníð

Samherji Stefáns Teits fær þungan dóm fyrir kynþáttaníð
433Sport
Fyrir 2 dögum

Fyrrum stjarna Arsenal og Liverpool opnar sig – „Það var erfitt og ég vil ekki fara í gegnum það aftur“

Fyrrum stjarna Arsenal og Liverpool opnar sig – „Það var erfitt og ég vil ekki fara í gegnum það aftur“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Leikmaður Arsenal ekki að spila nóg til að komast í landsliðið

Leikmaður Arsenal ekki að spila nóg til að komast í landsliðið
433Sport
Fyrir 2 dögum

Vonarstjarna Chelsea kvartar undan kulda í London – Stjórinn varar hann við því sem er á leiðinni

Vonarstjarna Chelsea kvartar undan kulda í London – Stjórinn varar hann við því sem er á leiðinni
433Sport
Fyrir 2 dögum

Svarar fyrir dónaleg skilaboð sem hún á að hafa sent á mann sem er í sambandi með samstarfskonu

Svarar fyrir dónaleg skilaboð sem hún á að hafa sent á mann sem er í sambandi með samstarfskonu