fbpx
Sunnudagur 21.september 2025
433Sport

Skipti Róberts Orra til Montreal staðfest

Helgi Fannar Sigurðsson
Sunnudaginn 27. júní 2021 16:58

Mynd: Breiðablik

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Róbert Orri Þorkelsson er formlega genginn til CF Montreal í Kanada frá Breiðabliki. Félagið staðfesti þetta fyrir stuttu.

Skipti hins 19 ára gamla varnarmanns hafa legið í loftinu undanfarnar vikur. Samningurinn gildir til ársins 2023 til að byrja með. Hann gæti þó verið framlengdur um tvö ár til viðbótar.

Róbert kom til Breiðabliks frá Aftureldingu árið 2019. Hann hefur leikið þrjá leiki í Pepsi Max-deildinni á leiktíðinni.

Þá fór Róbert með íslenska U-21 árs landsliðinu á lokakeppni Evrópumótsins í vor.

Montreal leikur í MLS-deildinni vestanhafs. Eigandi félagsins er sá sami og á Bologna á Ítalíu. Þar leikur Andri Fannar Baldursson.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Hér er mesta spennan fyrir lokaumferðina

Hér er mesta spennan fyrir lokaumferðina
433Sport
Í gær

Allt á suðupunkti á Sauðárkróki í kvöld – Segir níu aðila úr gæslu hafa þurft að fylgja Sveini af vettvangi

Allt á suðupunkti á Sauðárkróki í kvöld – Segir níu aðila úr gæslu hafa þurft að fylgja Sveini af vettvangi
433Sport
Í gær

Guðjón ræddi um mögur síðustu ár í Hafnarfirði en telur byltingu í kortunum

Guðjón ræddi um mögur síðustu ár í Hafnarfirði en telur byltingu í kortunum
433Sport
Í gær

Breiðablik fer til Serbíu

Breiðablik fer til Serbíu
433Sport
Í gær

Telur líkur á að Amorim verði rekinn eftir helgi

Telur líkur á að Amorim verði rekinn eftir helgi
433Sport
Í gær

Kjartan setti Kristin á teinana í beinni útsendingu í gærkvöldi – „Hann er ekki lengur í vinnu, það er búið að svara spurningunni“

Kjartan setti Kristin á teinana í beinni útsendingu í gærkvöldi – „Hann er ekki lengur í vinnu, það er búið að svara spurningunni“