Róbert Orri Þorkelsson er formlega genginn til CF Montreal í Kanada frá Breiðabliki. Félagið staðfesti þetta fyrir stuttu.
Skipti hins 19 ára gamla varnarmanns hafa legið í loftinu undanfarnar vikur. Samningurinn gildir til ársins 2023 til að byrja með. Hann gæti þó verið framlengdur um tvö ár til viðbótar.
Róbert kom til Breiðabliks frá Aftureldingu árið 2019. Hann hefur leikið þrjá leiki í Pepsi Max-deildinni á leiktíðinni.
Þá fór Róbert með íslenska U-21 árs landsliðinu á lokakeppni Evrópumótsins í vor.
Montreal leikur í MLS-deildinni vestanhafs. Eigandi félagsins er sá sami og á Bologna á Ítalíu. Þar leikur Andri Fannar Baldursson.
.@robertorri11 est Montréalais.
FR >>> https://t.co/yrLHvjqtIr
EN >>> https://t.co/3GkF4zNseO#CFMTL pic.twitter.com/TP6OZQgxGn
— CF Montréal (@clubdefootmtl) June 27, 2021