Einhverjir leikmenn gætu yfirgefið Manchester United í sumar til þess að hægt sé að endurbyggja liðið. Mirror tók saman lista yfir þá sjö leikmenn sem gætu orðið seldir frá félaginu í sumar.
Vængmaðurinn Jadon Sancho virðist vera við það að ganga í raðir Man Utd frá Dortmund. Með komu hans gæti þurft að losa um leikmenn í staðinn.
Hér fyrir neðan má sjá listann yfir leikmennina sem gætu verið á leið frá Old Trafford í sumar.
Donny van de Beek
Kom til félagsins frá Ajax fyrir ári síðan en hefur sáralítið fengið að spila. Sjáfur hefur hann sagst vilja berjast fyrir sæti sínu. Ef Man Utd fær hins vegar ágætis tilboð í hann verður erfitt að segja nei.
Anthony Martial
Hefur skort stöðugleika og var mikið meiddur á síðustu leiktíð. Martial hefur ekki náð að uppfylla þær væntingar sem gerðar voru til hans er hann kom til Man Utd frá Monaco fyrir sex árum síðan.
Jesse Lingard
Var frábær á láni hjá West Ham á seinni hluta síðustu leiktíðar. Félagið vill kaupa hann endanlega en það gæti reynst dýrt í kjölfar góðrar spilamennsku á síðustu leiktíð. Lingard gæti nýst Man Utd á næstu leiktíð en einnig gæti félagið fengið góða summu fyrir hann.
Diogo Dalot
Var góður á láni hjá AC Milan á seinni hluta síðustu leiktíðar. Ítalska liðið vill fá hann aftur. Man Utd er þó sagt hafa áhuga á að halda leikmanninum hjá sér. Það er óvíst hvað gerist með Dalot.
Andreas Pereira
Óvíst hvort hann eigi einhverja framtíð á Old Trafford. Var á láni hjá Lazio á síðasta tímabili og segist sjálfur vilja vera þar áfram. Spilamennska hans á Ítalíu heillaði þó ekki marga.
Nemanja Matic
Er reynslumikill og gæti nýst United vel. Það yrði þó erfitt fyrir félagið að hafna góðu tilboði í Matic.
Paul Pogba
Stærsta nafnið á listanum. Pogba er leikmaður sem Man Utd vill alls ekki missa. Hins vegar rennur samningur hans við félagið út næsta sumar. Félagið gæti því neyðst til að selja hann til þess að eiga ekki á hættu að missa hann frítt næsta sumar.