Wayne Rooney vill sjá Gareth Southgate, landsliðsþjálfara Englands, breyta liðsuppstillingu sinni frá síðasta leik fyrir leikinn gegn Þýskalandi í 16-liða úrslitum Evrópumótsins.
Southgate spilaði eins konar 4-2-3-1 leikkerfi í 1-0 sigri á Tékkum í lokaleik riðlakeppninnar. Þar lék hann með þá Declan Rice og Kalvin Phillips á miðjunni, fyrir aftan Jack Grealish.
Manchester United-goðsögnin Rooney, sem í dag stýrir Derby, vill sjá varnasinnaðri miðju gegn Þjóðverjum þar sem Jordan Henderson myndi koma inn í liðið á kostnað Jack Grealish. Hann myndi halda Rice og Phillips í liðinu.
Þá vill Rooney sjá hraða Raheem Sterling og Marcus Rashford nýttan úti á vængjunum, utan á Harry Kane sem yrði fremstur.
Liðið sem Rooney vill sjá í leiknum gegn Þýskalandi má sjá í heild sinni hér fyrir neðan.