Weston McKennie sagði nýverið frá því þegar hann hitti Cristiano Ronaldo fyrst. Þeir eru liðsfélagar hjá Juventus.
Hittingurinn átti sér stað þegar McKennie var á leið til sjúkraþjálfara á æfingasvæðinu þegar hann rakst á Ronaldo sem var þá á nærbuxunum einum fata.
„Ég sá hann fyrst þegar ég var að labba inn til sjúkraþjálfarans og þá sá ég hann koma út á nærbuxunum,“ sagði McKennie á blaðamannafundi í Bandaríkjunum fyrir MLS.
„Ég hugsaði guð minn góður þetta er í alvörunni hann! Ég reyndi eins og ég gat að vera eðlilegur og líta ekki út eins og æstur aðdáandi því við áttum eftir að verða liðsfélagar.“
Eftir þennan fyrsta hitting þá hafa þeir myndað gott samband hjá Juventus.