Marko Arnautovic gæti leikið með Bologna í Serie A á næstu leiktíð. Fabrizio Romano greinir frá þessu.
Austurríkismaðurinn er á mála hjá Shanghai SIPG í Kína þessa stundina. Hann gæti þá losnað þaðan á næstu dögum. Þá ætlar Bologna að vera klárt í það að næla í hann á frjálsri sölu.
,,Ítalía gæti verið framtíðin mín, það er rétt. Núna er ég hins vegar hjá Shanghai SIPG,“ sagði leikmaðurinn við Sky Sport á Ítalíu.
Arnautovic var í landsliðshópi Austurríkis á EM 2020. Liðið féll úr leik eftir tap gegn Ítölum í gær.
Hann er áhugaverður karakter. Hann fékk til að mynda eins leiks bann á mótinu fyrir fagn sitt gegn Norður-Makedóníu. Fagn hans var túlkað sem niðrandi í garð þjóðarinnar.
Íslenski miðjumaðurinn Andri Fannar Baldursson er á mála hjá Bologna. Hann gæti því leikið með Arnautovic á næstu leiktíð.