fbpx
Þriðjudagur 08.júlí 2025
433Sport

Reynir persónulega að sjá til að kaupin á framtíðarfyrirliða gangi í gegn

Helgi Fannar Sigurðsson
Sunnudaginn 27. júní 2021 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mikel Arteta, stjóri Arsenal, reynir að sjá til þess að kaupin á miðverðinum Ben White frá Brighton gangi í gegn. Duncan Castles, blaðamaður hjá Times greinir frá þessu.

Fyrsta tilboði Arsenal í hinn 23 ára gamla White var hafnað á dögunum. Það hljóðaði upp á um 40 milljónir punda. Líklegt er að Arsenal þurfi að punga út nær 50 milljónum punda, ætli þeir sér að krækja í hann. Castles segir að White muni þéna um 120 þúsund pund á viku, skrifi hann undir hjá Arsenal.

White átti flott tímabil með Brighton í ensku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð. Hann var verðlaunaður með sæti í enska landsliðshópnum fyrir Evrópumótið. Hann kom inn í hópinn eftir meiðsli Trent Alexander-Arnold.

Arteta ku hafa miklar mætur á White. Hann sér hann sem mögulegan framtíðarfyrirliða Arsenal. Pierre Emerick Aybameyang er fyrirliði liðsins í dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Leita sér að nýju heimili til að byrja nýtt líf – Fær fyrirgefningu og útiloka ekki fimmta barnið

Leita sér að nýju heimili til að byrja nýtt líf – Fær fyrirgefningu og útiloka ekki fimmta barnið
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Gagnrýna Reykjavíkurborg harðlega fyrir lítil samskipti – Ætla að reisa skólaþorp á bílastæðinu

Gagnrýna Reykjavíkurborg harðlega fyrir lítil samskipti – Ætla að reisa skólaþorp á bílastæðinu
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Sandra um muninn: „Eitt af því sem einkennir okkur“

Sandra um muninn: „Eitt af því sem einkennir okkur“
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Leikmenn Liverpool mættu til æfinga í dag eftir erfiða daga

Leikmenn Liverpool mættu til æfinga í dag eftir erfiða daga
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

United gat fengið rúma 2 milljarða en Amorim vildi ekki sjá myndavélar Amazon á svæðinu

United gat fengið rúma 2 milljarða en Amorim vildi ekki sjá myndavélar Amazon á svæðinu
433Sport
Í gær

Margrét Lára ræðir vonbrigðin í Sviss – „Ég er alltof gömul til að tjá mig um þetta“

Margrét Lára ræðir vonbrigðin í Sviss – „Ég er alltof gömul til að tjá mig um þetta“
433Sport
Í gær

„Það var þungt yfir en við höfum hvora aðra“

„Það var þungt yfir en við höfum hvora aðra“