Landslið Króatíu hefur fengið afar slæm tíðindi fyrir leik liðsins gegn Spánverjum í 16-liða úrslitum Evrópumótsins á morgun. Ivan Perisic, leikmaður liðsins, greindist með Kórónuveiruna.
Perisic mun nú fara í tíu daga einangrun. Samkvæmt frétt BBC hefur enginn annar leikmaður liðsins greinst með veiruna að svo stöddu.
Perisic er mikilvægur fyrir lið Króata og því mikill missir fyrir liðið að hafa hann ekki til taks í leiknum gegn spænska liðinu á morgun.
Leikur Króatíu og Spánar fer fram klukkan 16 á morgun að íslenskum tíma.