Tékkland sló Holland úr leik í 16-liða úrslitum EM 2020 í leik sem er nýlokið í Búdapest í Ungverjalandi.
Fyrri hálfleikur var nokkuð fjörugur. Besta færi hans fékk Antonin Barak. Matthijs de Ligt gerði þó frábærlega í að komast fyrir skot hans og bjarga málunum. Staðan í hálfleik var markalaus.
Donyell Malen slapp í gegn í byrjun seinni hálfleiks en Tomas Vaclik gerði mjög vel í markinu, kom út og hirti boltann af honum.
Stuttu síðar fékk de Ligt rautt spjald fyrir að stöðva boltann með höndunum er Patrik Schick var að sleppa í gegn. Hollendingar orðnir manni færri.
Á 68. mínútu komust Tékkar yfir. Þá kom Tomas Holes boltanum í netið eftir að Tomas Kalas hafði flikkað honum á hann eftir hornspyrnu. 1-0.
Þegar tíu mínútur lifðu leiks fór Schick langleiðina með að klára leikinn. Hann skoraði þá eftir frábæran undirbúning Holes. Lokatölur 0-2.
Tékkland mætir Danmörku í 8-liða úrslitum í Bakú. Holland er úr leik.