fbpx
Sunnudagur 21.september 2025
433Sport

EM 2020: Tékkar hentu Hollendingum úr leik í Búdapest

Helgi Fannar Sigurðsson
Sunnudaginn 27. júní 2021 17:57

Leikmenn Tékklands fagna. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tékkland sló Holland úr leik í 16-liða úrslitum EM 2020 í leik sem er nýlokið í Búdapest í Ungverjalandi.

Fyrri hálfleikur var nokkuð fjörugur. Besta færi hans fékk Antonin Barak. Matthijs de Ligt gerði þó frábærlega í að komast fyrir skot hans og bjarga málunum. Staðan í hálfleik var markalaus.

Donyell Malen slapp í gegn í byrjun seinni hálfleiks en Tomas Vaclik gerði mjög vel í markinu, kom út og hirti boltann af honum.

Stuttu síðar fékk de Ligt rautt spjald fyrir að stöðva boltann með höndunum er Patrik Schick var að sleppa í gegn. Hollendingar orðnir manni færri.

Á 68. mínútu komust Tékkar yfir. Þá kom Tomas Holes boltanum í netið eftir að Tomas Kalas hafði flikkað honum á hann eftir hornspyrnu. 1-0.

Þegar tíu mínútur lifðu leiks fór Schick langleiðina með að klára leikinn. Hann skoraði þá eftir frábæran undirbúning Holes. Lokatölur 0-2.

Tékkland mætir Danmörku í 8-liða úrslitum í Bakú. Holland er úr leik.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Hér er mesta spennan fyrir lokaumferðina

Hér er mesta spennan fyrir lokaumferðina
433Sport
Í gær

Allt á suðupunkti á Sauðárkróki í kvöld – Segir níu aðila úr gæslu hafa þurft að fylgja Sveini af vettvangi

Allt á suðupunkti á Sauðárkróki í kvöld – Segir níu aðila úr gæslu hafa þurft að fylgja Sveini af vettvangi
433Sport
Í gær

Guðjón ræddi um mögur síðustu ár í Hafnarfirði en telur byltingu í kortunum

Guðjón ræddi um mögur síðustu ár í Hafnarfirði en telur byltingu í kortunum
433Sport
Í gær

Breiðablik fer til Serbíu

Breiðablik fer til Serbíu
433Sport
Í gær

Telur líkur á að Amorim verði rekinn eftir helgi

Telur líkur á að Amorim verði rekinn eftir helgi
433Sport
Í gær

Kjartan setti Kristin á teinana í beinni útsendingu í gærkvöldi – „Hann er ekki lengur í vinnu, það er búið að svara spurningunni“

Kjartan setti Kristin á teinana í beinni útsendingu í gærkvöldi – „Hann er ekki lengur í vinnu, það er búið að svara spurningunni“