fbpx
Mánudagur 10.nóvember 2025
433Sport

EM 2020: Tékkar hentu Hollendingum úr leik í Búdapest

Helgi Fannar Sigurðsson
Sunnudaginn 27. júní 2021 17:57

Leikmenn Tékklands fagna. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tékkland sló Holland úr leik í 16-liða úrslitum EM 2020 í leik sem er nýlokið í Búdapest í Ungverjalandi.

Fyrri hálfleikur var nokkuð fjörugur. Besta færi hans fékk Antonin Barak. Matthijs de Ligt gerði þó frábærlega í að komast fyrir skot hans og bjarga málunum. Staðan í hálfleik var markalaus.

Donyell Malen slapp í gegn í byrjun seinni hálfleiks en Tomas Vaclik gerði mjög vel í markinu, kom út og hirti boltann af honum.

Stuttu síðar fékk de Ligt rautt spjald fyrir að stöðva boltann með höndunum er Patrik Schick var að sleppa í gegn. Hollendingar orðnir manni færri.

Á 68. mínútu komust Tékkar yfir. Þá kom Tomas Holes boltanum í netið eftir að Tomas Kalas hafði flikkað honum á hann eftir hornspyrnu. 1-0.

Þegar tíu mínútur lifðu leiks fór Schick langleiðina með að klára leikinn. Hann skoraði þá eftir frábæran undirbúning Holes. Lokatölur 0-2.

Tékkland mætir Danmörku í 8-liða úrslitum í Bakú. Holland er úr leik.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Allt á suðupunkti á bak við tjöldin á Íslandi – „Vinur minn talaði við mig. Þá fór ég að pæla“

Allt á suðupunkti á bak við tjöldin á Íslandi – „Vinur minn talaði við mig. Þá fór ég að pæla“
433Sport
Í gær

Samherji Stefáns Teits fær þungan dóm fyrir kynþáttaníð

Samherji Stefáns Teits fær þungan dóm fyrir kynþáttaníð
433Sport
Fyrir 2 dögum

Fyrrum stjarna Arsenal og Liverpool opnar sig – „Það var erfitt og ég vil ekki fara í gegnum það aftur“

Fyrrum stjarna Arsenal og Liverpool opnar sig – „Það var erfitt og ég vil ekki fara í gegnum það aftur“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Leikmaður Arsenal ekki að spila nóg til að komast í landsliðið

Leikmaður Arsenal ekki að spila nóg til að komast í landsliðið
433Sport
Fyrir 2 dögum

Vonarstjarna Chelsea kvartar undan kulda í London – Stjórinn varar hann við því sem er á leiðinni

Vonarstjarna Chelsea kvartar undan kulda í London – Stjórinn varar hann við því sem er á leiðinni
433Sport
Fyrir 2 dögum

Svarar fyrir dónaleg skilaboð sem hún á að hafa sent á mann sem er í sambandi með samstarfskonu

Svarar fyrir dónaleg skilaboð sem hún á að hafa sent á mann sem er í sambandi með samstarfskonu