Arsenal er þessa stundina að reyna að losna við fjóra leikmenn, hið minnsta. Þetta segir hinn afar áreiðanlegi Fabrizio Romano.
Franski miðjumaðurinn Matteo Guendouzi verður líklega ekki mikið lengur hjá Arsenal. Sjálfur vill leikmaðurinn komast til Marseille í heimalandinu.
Þá er Svisslendingurinn Granit Xhaka við það að ganga í raðir Roma á Ítalíu. Samningaviðræður eru á lokastigi.
Spænski hægri bakvörðurinn Hector Bellerin gæti þá einnig farið frá Arsenal. Verðmiðinn á honum er um 20 milljónir evra. Hann hefur verið orðaður við lið á Ítalíu og á Spáni.
Verðmiðinn á Lucas Torreira er svipaður og sá sem og er á Bellerin. Úrúgvæski miðjumaðurinn hefur verið orðaður við Lazio. Viðræður eru þó ekki komnar langt á veg.
Romano segir einnig frá því að vænta megi nýrra leikmanna hjá Arsenal fljótlega.