fbpx
Sunnudagur 21.september 2025
433Sport

United þarf að losa leikmenn til að kaupa Sancho – Þessir eru á leiðinni frá félaginu

Helga Jónsdóttir
Laugardaginn 26. júní 2021 12:30

Jadon Sancho.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Anthony Martial og Donny van de Beek gætu verið á leiðinni frá Manchester United í sumar. Nokkur félög eru sögð hafa áhuga á þessum leikmönnum og Manchester United hefur nú þegar fengið nokkrar fyrirspurnir.

ESPN segir að Ole Gunnar Solskjaer búist við því að halda sem flestum leikmönnum hjá liðinu en til þess að fjármagna kaupin á Jadon Sancho þá gæti þurft að losa einhverja leikmenn.

Van De Beek hefur átt erfitt tímabil hjá United eftir að hann kom þangað síðasta sumar frá Ajax. Hann byrjaði aðeins fjóra deildarleiki í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu. Hann er nú í sumarfríi eftir að meiðsli enduðu EM-drauma kappans með Hollandi.

Martial hefur ekki spilað síðan í mars og er fyrir aftan Edinson Cavani í röðinni hjá United. Martial skoraði aðeins sjö mörk og gaf níu stoðsendingar á tímabilinu.

Andreas Pereira og Diogo Dalot eru líka á leið frá félaginu. Þeir voru báðir á láni hjá ítölskum félögum á síðasta tímabili og hefur Solskjaer lítinn áhuga á að nota þá. Klúbburinn er þó ennþá óákveðinn með hvað á að gera með Jesse Lingard sem var frábær hjá West Ham á láni á síðasta tímabili.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Hér er mesta spennan fyrir lokaumferðina

Hér er mesta spennan fyrir lokaumferðina
433Sport
Í gær

Allt á suðupunkti á Sauðárkróki í kvöld – Segir níu aðila úr gæslu hafa þurft að fylgja Sveini af vettvangi

Allt á suðupunkti á Sauðárkróki í kvöld – Segir níu aðila úr gæslu hafa þurft að fylgja Sveini af vettvangi
433Sport
Í gær

Guðjón ræddi um mögur síðustu ár í Hafnarfirði en telur byltingu í kortunum

Guðjón ræddi um mögur síðustu ár í Hafnarfirði en telur byltingu í kortunum
433Sport
Í gær

Breiðablik fer til Serbíu

Breiðablik fer til Serbíu
433Sport
Í gær

Telur líkur á að Amorim verði rekinn eftir helgi

Telur líkur á að Amorim verði rekinn eftir helgi
433Sport
Í gær

Kjartan setti Kristin á teinana í beinni útsendingu í gærkvöldi – „Hann er ekki lengur í vinnu, það er búið að svara spurningunni“

Kjartan setti Kristin á teinana í beinni útsendingu í gærkvöldi – „Hann er ekki lengur í vinnu, það er búið að svara spurningunni“