fbpx
Sunnudagur 21.september 2025
433Sport

Mataræði Ronaldo vekur athygli – „Hann borðar alltaf það sama“

Helga Jónsdóttir
Laugardaginn 26. júní 2021 11:45

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Portúgalska stórsjarnan Cristiano Ronaldo er í frábæru formi og er einn besti íþróttamaður heims þrátt fyrir að vera orðinn 36 ára gamall.

Hann hugsar mikið um mataræðið sem hjálpar honum að vera í frábæru formi árið um kring. Daouda Peeters, leikmaður Juventus, var í viðtali á dögunum og gaf okkur innsýn í mataræði Ronaldo.

„Hann borðar alltaf það sama. Brokkolí, kjúkling og hrísgrjón, ásamt mörgum lítrum af vatni og ekkert kók að sjálfsögðu,“ sagði Peeters við AS.

Ronaldo borðar sex máltíðir á dag og forðast áfengi og kolsýrða drykki.

„Góð æfing verður að fara samfara góðu mataræði. Ég borða próteinríka fæðu, ávexti og grænmeti,“ sagði Ronaldo við Goal fyrir nokkru.

„Það er mikilvægt að borða reglulega. Ég borða sex smærri máltíðir á dag til að tryggja að ég hafi næga orku til að geta staðið mig vel.“

Ronaldo er nú með portúgalska landsliðinu á Evrópumótinu í knattspyrnu. Liðið mætir Belgíu í 16-liða úrslitum á morgun.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Hér er mesta spennan fyrir lokaumferðina

Hér er mesta spennan fyrir lokaumferðina
433Sport
Í gær

Allt á suðupunkti á Sauðárkróki í kvöld – Segir níu aðila úr gæslu hafa þurft að fylgja Sveini af vettvangi

Allt á suðupunkti á Sauðárkróki í kvöld – Segir níu aðila úr gæslu hafa þurft að fylgja Sveini af vettvangi
433Sport
Í gær

Guðjón ræddi um mögur síðustu ár í Hafnarfirði en telur byltingu í kortunum

Guðjón ræddi um mögur síðustu ár í Hafnarfirði en telur byltingu í kortunum
433Sport
Í gær

Breiðablik fer til Serbíu

Breiðablik fer til Serbíu
433Sport
Í gær

Telur líkur á að Amorim verði rekinn eftir helgi

Telur líkur á að Amorim verði rekinn eftir helgi
433Sport
Í gær

Kjartan setti Kristin á teinana í beinni útsendingu í gærkvöldi – „Hann er ekki lengur í vinnu, það er búið að svara spurningunni“

Kjartan setti Kristin á teinana í beinni útsendingu í gærkvöldi – „Hann er ekki lengur í vinnu, það er búið að svara spurningunni“