fbpx
Laugardagur 27.desember 2025
433Sport

Mataræði Ronaldo vekur athygli – „Hann borðar alltaf það sama“

Helga Jónsdóttir
Laugardaginn 26. júní 2021 11:45

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Portúgalska stórsjarnan Cristiano Ronaldo er í frábæru formi og er einn besti íþróttamaður heims þrátt fyrir að vera orðinn 36 ára gamall.

Hann hugsar mikið um mataræðið sem hjálpar honum að vera í frábæru formi árið um kring. Daouda Peeters, leikmaður Juventus, var í viðtali á dögunum og gaf okkur innsýn í mataræði Ronaldo.

„Hann borðar alltaf það sama. Brokkolí, kjúkling og hrísgrjón, ásamt mörgum lítrum af vatni og ekkert kók að sjálfsögðu,“ sagði Peeters við AS.

Ronaldo borðar sex máltíðir á dag og forðast áfengi og kolsýrða drykki.

„Góð æfing verður að fara samfara góðu mataræði. Ég borða próteinríka fæðu, ávexti og grænmeti,“ sagði Ronaldo við Goal fyrir nokkru.

„Það er mikilvægt að borða reglulega. Ég borða sex smærri máltíðir á dag til að tryggja að ég hafi næga orku til að geta staðið mig vel.“

Ronaldo er nú með portúgalska landsliðinu á Evrópumótinu í knattspyrnu. Liðið mætir Belgíu í 16-liða úrslitum á morgun.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Bauð tæplega 80 milljónir í notaðan vasaklút – ,,Þá hvarf auglýsingin“

Bauð tæplega 80 milljónir í notaðan vasaklút – ,,Þá hvarf auglýsingin“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Mögulega fastur hjá sínu félagsliði út tímabilið

Mögulega fastur hjá sínu félagsliði út tímabilið
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Horfðu á Áramótabombu Íþróttavikunnar – Kristján Óli fer um víðan völl

Horfðu á Áramótabombu Íþróttavikunnar – Kristján Óli fer um víðan völl
433Sport
Í gær

Settu upphæðina sem Blikar greiddu Halldóri í annað samhengi – „Það er áhugavert að horfa til þess nú“

Settu upphæðina sem Blikar greiddu Halldóri í annað samhengi – „Það er áhugavert að horfa til þess nú“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Salah sá fyrsti í sögunni

Salah sá fyrsti í sögunni
433Sport
Fyrir 3 dögum

Amorim virðist áhyggjufullur: ,,Við munum lenda í vandræðum“

Amorim virðist áhyggjufullur: ,,Við munum lenda í vandræðum“
433Sport
Fyrir 3 dögum

Sjáðu myndbandið sem er á allra vörum – Blóðheitir og fengu hrokafullt svar frá stórstjörnunni

Sjáðu myndbandið sem er á allra vörum – Blóðheitir og fengu hrokafullt svar frá stórstjörnunni
433Sport
Fyrir 3 dögum

Glódís og Hákon valin best

Glódís og Hákon valin best
433Sport
Fyrir 3 dögum

Hætt við leikinn eftir allt saman

Hætt við leikinn eftir allt saman