Tveimur leikjum er lokið í dag í Lengjudeild karla. Afturelding sigraði Þrótt Reykjavík og Selfoss hafði betur gegn Víking Ó í markaleik.
Afturelding náði loks að landa þremur stigum í deildinni og kom liðið sér í 7. sæti deildarinnar með sigrinum. Þróttarar hafa aðeins náð í 4 stig í sumar og eru í fallsæti. Hér að neðan má sjá markaskorara leiksins.
Þróttur R. 1 – 3 Afturelding
0-1 Kristófer Óskar Óskarsson (’15 )
0-2 Kári Steinn Hlífarsson (’29 )
1-2 Kairo Asa Jacob Edwards-John (’55 )
1-3 Arnór Gauti Ragnarsson (’59 )
Selfyssingar unnu sterkan sigur á Víkingi Ó í dag. Selfoss er í 8. sæti deildarinnar en Víkingur er á botninum. Hrvoje Tokic skoraði þrennu í leiknum og Gary John Martin skoraði lokamark leiksins sem gulltryggði sigurinn.
Selfoss 5 – 3 Víkingur Ó.
1-0 Hrvoje Tokic (’10 )
2-0 Hrvoje Tokic (’25 )
2-1 Kareem Isiaka (’39 )
3-1 Kenan Turudija (’41 )
4-1 Hrvoje Tokic (’43 , víti)
4-2 Harley Bryn Willard (’45 , víti)
4-3 Kareem Isiaka (’46 )
5-3 Gary John Martin (’90 )