Norska undrið Erling Haaland er svo sannarlega að njóta lífsins í sumarfríinu. Hann er nú staddur á Mykonos í lúxusferð með félögunum.
Haaland fór með félögum sínum út að borða og var sú máltíð ansi dýr en reikningurinn er sagður hafa hljóða upp á 500 þúsund evrur að því er segir í frétt gríska íþróttablaðsins Sportime. Staðurinn heitir Nammos og er vinsæll meðal fræga fólksins.
Haaland er talinn fá um það bil 140 þúsund pund á viku hjá Dortmund svo hann ætti að fara létt með að borga brúsann á gríska staðnum.
Leikmaðurinn neitaði þó þessum sögusögnum á Twitter.
…I think they forgot the main courses🤡🤦🏼♂️ Fake news https://t.co/sCYhKHCCzQ
— Erling Haaland (@ErlingHaaland) June 26, 2021
Haaland hefur einnig verið myndaður á snekkju í fríinu og hefur sést skarta mjög litríkum klæðnaði sem hefur vakið athygli. Þá er hann reglulega myndaður í kringum bikiní-klæddar konur á Mykonos og ljóst er að kappinn er að njóta frítímans áður en hann mætir aftur til æfinga.