Michael Ballack telur að England sé í bílstjórasætinu fyrir stórleikinn gegn Þjóðverjum í 16-liða úrslitum á Evrópumótinu í knattspyrnu sem fer fram næsta þriðjudag.
„Það er alltaf erfitt fyrir okkur að spila gegn þjóðum sem eru sterkar andlega og góðar í einn á einn,“ sagði Ballack við The Sun.
„Við höfum nokkra svoleiðis leikmenn í liðinu – en ekki nógu marga. Því miður eru of margir leikmenn sem eru alltof fastir á því sem upprunalega var lagt upp með. Þeir geta ekkert gert í aðstæðum ef hlutirnir fara ekki nákvæmlega eins og þeir voru planaðir.“
Ballack hélt áfram og gagnrýndi einnig þjálfara liðsins.
„Mér líður eins og Jogi Low geri bara breytingar ef hugmyndir koma frá fólki utan landsliðsins. Hann ætti ekki að móðgast ef leikmenn þurfa stundum að breyta frá því sem hann lagði til í byrjun,“ sagði Ballack við The Sun.