fbpx
Miðvikudagur 09.júlí 2025
433Sport

Afhverju er Pogba alltaf svona góður með landsliðinu en ekki United?

Helga Jónsdóttir
Laugardaginn 26. júní 2021 13:15

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Margir aðdáendur Manchester United velta því fyrir sér afhverju Pogba spilar alltaf frábærlega fyrir franska landsliðið en týnist í leikjum hjá Manchester United. Pogba hefur átt misjafna tíma hjá United, hann hefur átt frábæra leiki inn á milli en nær oft að pirra stuðningsmenn í öðrum leikjum. Þegar hann spilar fyrir Frakkland á hann nánast alltaf stórleik.

„Það er enginn vafi á því að hann er hæfileikaríkur, en ég vil fá meira frá honum, sérstaklega þegar hann spilar fyrir Manchester United,“ sagði Roy Keane.

„Það er munur á Pogba sem spilar með franska landsliðinu og þeim sem spilar með United.“

„Þegar hann er með United, þá tekur hann ekki ábyrgð, kannski er of mikil ábyrgð eða það er ekki nóg af leikmönnum í kringum hann sem geta tekið ábyrgð.“

Franska landsliðið hefur úr ótrúlegum leikmönnum að moða og geta flestir verið sammála um að hann spili með betri leikmönnum þar en hjá United. Hjá Frökkum spilar hann með Kante sem er ótrúlega duglegur leikmaður. Þeir hafa spilað 30 sinnum saman á miðjunni og aldrei tapað leik.

Hjá United spilar Bruno það hlutverk sem Pogba vill helst spila og þá getur hann ekki sleppt því að sinna varnarskyldum sínum. Þá verður hann einnig að treysta á Fred, Matic eða Scott McTominay á miðjunni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Lögreglan á Spáni tjáir sig um rannsókn málsins – „Bendir allt til þess að ökutækið hafi verið á töluvert meiri hraða en leyfður er“

Lögreglan á Spáni tjáir sig um rannsókn málsins – „Bendir allt til þess að ökutækið hafi verið á töluvert meiri hraða en leyfður er“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Leita sér að nýju heimili til að byrja nýtt líf – Fær fyrirgefningu og útiloka ekki fimmta barnið

Leita sér að nýju heimili til að byrja nýtt líf – Fær fyrirgefningu og útiloka ekki fimmta barnið
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Staðfesta kaup á íslenska landsliðsmanninum – Kristian gerir fjögurra ára samning

Staðfesta kaup á íslenska landsliðsmanninum – Kristian gerir fjögurra ára samning
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Sandra um muninn: „Eitt af því sem einkennir okkur“

Sandra um muninn: „Eitt af því sem einkennir okkur“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Elanga keyptur fyrir 55 milljónir

Elanga keyptur fyrir 55 milljónir
433Sport
Í gær

Palmer viðurkennir erfiðleika – ,,Hann er alltaf til staðar fyrir mig“

Palmer viðurkennir erfiðleika – ,,Hann er alltaf til staðar fyrir mig“
433Sport
Í gær

Messi og ‘lífvörðurinn’ mögulega sameinaðir

Messi og ‘lífvörðurinn’ mögulega sameinaðir
433Sport
Í gær

Margrét Lára ræðir vonbrigðin í Sviss – „Ég er alltof gömul til að tjá mig um þetta“

Margrét Lára ræðir vonbrigðin í Sviss – „Ég er alltof gömul til að tjá mig um þetta“