Jadon Sancho eru hænuskrefi frá því að ganga í raðir Manchester United og Borussia Dortmund er byrjað að vinna í því að krækja í arftaka hans.
Þannig segir Bild frá því að Dortmund sé í viðræðum við PSV um kaup á Donyell Malen sem hefur vakið athygli.
Manchester United nálgast samkomulag við Dortmund um að kaupa Sancho á 77 milljónir punda.
Dortmund mun nota 25 milljónir punda af þeirri upphæð til að kaupa Malen sem er ein af stjörnum hollenska landsliðsins.
Dortmund hefur tapað miklum fjármunum í heimsfaraldrinum og treysta á það að selja Sancho til að loka í gatið í bókhaldinu.